4.9.2011 | 05:28
Karlar eru bara barnalegri.
Og verða aldrei alveg fullorðnir.
Leikföngin verða bara stærri og dýrari.
En karlarnir ná aldrei þeim þroska að missa hæfileikann til að leika sér.
Konurnar hafa alvarlegri hluta uppeldisins á sínum herðum.
Þar er minna, og stundum ekkert, svigrúm fyrir fíflaskap.
Við karlarnir erum einfaldlega ábyrgðarlausari, barnslegri og einfaldari að allri gerð en konur.
Og við erum veikara kynið þegar allt er talið saman.
Teljum okkur oft við dauðans dyr ef við fáum smá hor og hita.
Pabbar skemmtilegri en mömmur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:31 | Facebook
Athugasemdir
Þú talar eins og það að geta leikið sig og haft gaman af sé slæmur hlutur. Finnst þér það virkilega "þroskandi" að missa hæfileikann til að geta leikið þér?
Einar Örn Gissurarson, 4.9.2011 kl. 19:38
Nei alls ekki.
Það er lífsnauðsynlegt að halda í barnið í sjálfum sér.
Ég er bara að gera svolítið grín að okkur körlunum.
Viggó Jörgensson, 4.9.2011 kl. 22:26
Og ég er þarna að vitna í ýmsar konur.
Svo sem Súsönnu Svavardóttur rithöfund í blaðaviðtali sem sagðist öfunda okkur af því að missa aldrei leikinn úr okkur.
Ömmu mína fædda árið 1913 sem sagði skellihlægjandi:
"...Þið þessir kallapungar haldið alltaf að þið liggið fyrir dauðanum, ef þið fáið hor í nös,... það ætti ég nú að þekkja..."
Viggó Jörgensson, 4.9.2011 kl. 23:12
Viggó minn, ég vil af gefnu tilefni benda á að hér talar bara hver fyrir sig
Svo má náttúrulega bæta við þetta sem sagði í Land-Rover auglýsingunni forðum.
Þú hættir ekki að leika þér þegar þú verður gamall. Þú verður gamall þegar þú hættir að leika þér.
Þetta finnst mér mikil speki og er mitt mottó.
Landfari, 6.9.2011 kl. 17:08
Auðvitað talar hver fyrir sig
Hitt er staðreynd að hormónamunur kynjanna hefur hefur áhrif sem alltaf eru eins.
Því lýsir hver með sínum hætti....
Viggó Jörgensson, 6.9.2011 kl. 21:44
...og þetta vekur upp spurningunna hvað sé að vera fullorðin nákvæmlega?
Óskar Arnórsson, 7.9.2011 kl. 04:54
Ég er það allavega ekki sem betur fer
og veit því ekki svarið.
Viggó Jörgensson, 8.9.2011 kl. 00:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.