3.9.2011 | 23:58
Var Össur þarna fyrir Palestínumenn? Bindislaus í lánsfötum?
Okkur Íslendingum var ekki kunnugt um að við værum komin í ESB.
Og því óskiljanlegt hvernig utanríkisráðherra hefur skolast þarna inn.
Ekki svo að neitt gagn sé af þeim blessuðum bjálfa hér heima.
Ekki að sjá að hann geti einu sinni klætt sig hjálparlaust.
Eða gat kannski aldrei lært að hnýta bindishnút.
Ef hann er þarna í aukastarfi fyrir HAMAS í Palestínu?
Þá hefði verið sætt af honum að segja okkur frá því.
Svo að við getum þá skipt ferðakostnaðinum á milli okkar.
Við borgum flug og gistingu og þeir símtöl og drykkjarföng.
Og fataleiguna ef hann er í lánsfötum af því að töskurnar, og hálsbindin, fóru til Brussel.
ESB borgar svo þorramatinn og allir glaðir.
Össur að vera með stóru strákunum í útlöndum.
Og við að vera laus við hann.
Auka þrýsting á Sýrland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.9.2011 kl. 04:39 | Facebook
Athugasemdir
Heldur þú að við munum einhvertíma losna við þennan landráðamann?
Sigurður Haraldsson, 4.9.2011 kl. 07:03
Ég vil ekkert losna við hann, þetta er bráðskemmtilegur maður.
Bara að hann læknist af þessari glámskyggni og glópshætti um ESB.
Svo má hann alveg hætta í stjórnmálunum, þar er hann óttalegt flón en hann vill vel.
En þau mega mörg hætta á undan Össuri í öllum flokkum.
En leiðtogi getur hann enginn verið.
Nema þeirra sem vilja beint á kaf í fenið.
Viggó Jörgensson, 4.9.2011 kl. 23:17
Manstu Siggi
Þegar Össur kjaftaði frá því að Ingibjörg Sólrún væri að fara í þingframboð.
Án þess að segja henni strax frá því að hann hefði tilkynnt þetta.
Svo kom hún í sjónvarpið og gerði sig að lygara.
Sór og sárt við lagði að hún yrði áfram borgarstjóri.
Þar eyðilagði hann trúverðugleika Ingibjargar fyrir fullt og allt.
Og samt var það hann sem vildi fá Ingibjörgu forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar.
Svona gera ekki nema meiri háttar flón í stjórnmálum.
Viggó Jörgensson, 4.9.2011 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.