Einu útlendingarnir sem hér mega kaupa land eru ríkisborgarar af Evrópska efnahagssvæðinu.
Það þarf sérstaka undanþágu til að aðrir erlendir menn megi kaupa hér fasteignir.
Þeir geta ekki haft svokallaðar réttmætar væntingar um að kaup þeirra verði samþykkt af yfirvöldum.
Ef einn aðili vill skyndilega kaupa 0,3 % af landinu ber þá ekki ráðherra að gæta vel að öllum atriðum?
Lögin gera ráð fyrir að erlendir menn keyptu hér eitt og eitt hús eða eina og eina íbúð.
Ekki að landið væri selt í heildsölu.
Þarf þá ekkert að fara yfir málið?
Segja nei og endurskoða lögin?
Það hljóta allir að sjá.
Nema auðvitað þeir sem vilja eina evrópska þjóð.
ESB þjóðina.
Sem eigi Evrópu í sameign, jafnvel með Kínverjum.
Fallegt.
En skyldi það virka?
Margir vilja eiga í viðskiptum við Huang Nubo | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.9.2011 kl. 04:51 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.