2.9.2011 | 17:26
Fólk er ekki fífl.
Enn einn stjórnmálamaðurinn stígur nú fram og lýgur blygðunarlaust, og blákalt, að kjósendum sínum.
Og öðrum landsmönnum.
Hver einasti maður sem fylgist með stjórnmálum veit að þetta frumvarp er eingöngu til höfuðs Jóni Bjarnasyni.
Málið var sett á flot eftir að Jón hóf að andæfa við ESB þráhyggu Samfylkingarinnar.
Ögmundur Jónasson var hreinlega hrakin úr ríkisstjórninni fyrir það sama.
Íslenskir stjórnmálamenn mættu margir athuga að það bætir ekki fylgið að ljúga að kjósendum í sífellu.
Steingrímur J. Sigfússon, Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson, Árni Páll Árnason o. fl.
Þessu fólki er orðið fyrirmunað að segja satt orð.
Afsakið sumt af því hefur aldrei gert það.
Og það má Jón Bjarnason eiga.
Að annað hvort svarar hann satt, og rétt, um áform sín og gerðir.
Eða hann svarar út í hött.
En hann lýgur ekki.
Ekki til höfuðs Jóni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:37 | Facebook
Athugasemdir
Viggó. Nú er ég sammála þér.
Samstaða þjóðarinnar er samt nauðsynleg, til að ná fram einhverju réttlæti í baráttunni við bankaveldið LÍÚ (Landsbanki íslenskra útvegsmanna) og lífeyrisjóða-ræningjana, því einn og einn ráðherra ræður ekki við eitt eða neitt án stuðnings og þrýstings almennings. Það verða allir að leggjast á árarnar, ef réttlæti fyrir alla á að nást. Við erum svo lánsöm að búa í lýðræðisríki, sem heimilar lýðræði. Meirihluta-vilji lýðsins ræður. Um það þarf ekki að deila.
Við erum öll í sömu skútunni, og ekki er stórmannlegt að henda sumum fyrir borð, og bjarga öðrum, úr sökkvandi skútu. Pólitískir fjölmiðlar breyta ekki þeirri staðreynd, með pólitískt stýrðum áróðri heimsveldisins.
Ég er margoft búin að reyna að setja mig í spor ráðherra, til að gæta sem best allrar sanngirni í gagnrýninni, og ég kemst alltaf að sömu niðurstöðu, þ.e. að ekkert er mögulegt án stuðnings-þrýstings samstæðrar þjóðar að baki ráðherra sem vinnur gegn ofur-svikaöflum heimsins.
Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Þannig hljóðar einn af mörgum sönnum málsháttum, og þýðir að allir eru berskjaldaðir og máttarvana án stuðnings meðbróður/bræðra í baráttunni. Þennan málshátt heyrði ég þegar ég var stálpaður krakki, en skildi ekki hvað hann þýddi, fyrr en ég var orðinn stálpaður táningur. Lífið kenndi mér að skilja þennan málshátt, en ekki neinir ríkisreknir skólar. Lífsreynslan er dýrmætasti og fjölhæfasti H-skólinn að mínu mati. Hinir H-skólarnir eru svo ágætir ef heiðarleikinn ræður stjórnun þeirra.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.9.2011 kl. 18:27
Sæl Anna Sigríður.
Það er auðvitað ömurlegt hvað peningaöflin hafa sterk ítök í fjölmiðlum.
Og hvað síblankir stjórnmálaflokkar og forystumenn þeirra eru einatt til sölu.
Það er líka ömurlegt að ríkisfjölmiðlarnir séu einatt með slagsíðu í átt að sitjandi ríkisstjórn hverju sinni.
Hækka þarf opinbera ríkisstyrki til stjórnamálaflokka.
Svo að t. d. Jón Ásgeir hætti að tilkynna vinum sínum að hann eigi Samfylkinguna.
En það sást strax eftir hrun að þetta var rétti hjá Jóni Ásgeir.
Fyrsta verk ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur var að ganga erinda Jóns Ásgeirs og konu hans.
Sjá til að Landsbankinn tryggði þeim hald á fjölmiðlaveldinu.
Það var í fullkominni andstöðu við hagsmuni þjóðarinnar.
Og þar er bæri geymt og óuppgert.
Viggó Jörgensson, 2.9.2011 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.