2.9.2011 | 10:22
Þráinn heldur áfram að skemmta okkur.
Árum saman skemmti Þráinn Bertelsson þjóðinni með afbragðs bíómyndum.
Og nú heldur hann því áfram frá Alþingi.
Á dögunum krafðist hann úrlausnar fyrir Kvikmyndaskóla Íslands og nemendur hans.
Á það var ekkert hlustað þar sem ríkisstjórnin hafði keypt til sín málaliðann Guðmund Steingrímsson.
Og Þráinn svarar með því að fella eina hugðarefni forsætisráðherra.
Lagafrumvarpið til að losna við Jón Bjarnason úr ríkisstjórninni.
Og sýnir þjóðinni að stjórn landsins er bíó.
Frumvarpið fellt í nefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Skrípó er þó skárra en Kripo eða Stasi
Óskar Guðmundsson, 2.9.2011 kl. 11:48
Já
Hef samt góða njósn af því að sérsveitin sé alveg að verða bæði kripo og stazi
Góður kunngi eins eða einhverra úr sérsveitinni sagði mér.
Að þar biðu testóbangsar eftir því að fá að smyrja heimavarnarliðinu og Stulla vörubílstjóra ofan í nestisboxið.
Og kannski okkur friðsama og vopnlausa góðborgara sem mætum á stefnuræðu forsætisráðherra.
Ég þarf að fá þetta staðfest betur og tala við Ögmund.
En ef eitthvað er til í þessu þá eru yfir 100.000. byssur í landinu sem er þá rétt að menn hafi með sér.
Það er borgaraleg skylda hvers manns að handtaka þá sem brjóta lögin.
Til dæmis lögreglumenn sem fara ólöglega offari í störfum sínum.
Berja fólk með kylfum eða miða á menn gasi eða skotvopnum að tilefnislausu.
Handtekna lögreglumenn og aðra ofbeldismenn ber að afhenda lögreglunni þegar í stað
og leiða fyrir þann varðstjóra á lögreglustöðinni sem tekur á móti handteknum mönnum.
Ekki má beita afli eða neinum aðferðum umfram nauðsyn svo að hinn handtekni skaði hvorki sig eða aðra.
Þeir sem fara offari við borgaralega handtöku eiga von á kæru og skaðabótakröfu.Viggó Jörgensson, 5.9.2011 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.