Stærra slys í uppsiglingu en fiskveiðikvótinn.

Að hálendið komist í eigu útlendinga, einstaklinga eða ríkja, verður miklu stærra slys en þegar fiskveiðiheimildir urðu einkaeign. 

Auðlindir sjávar eru þó í eigu Íslendinga þó að Samfylkingin vilji endilega koma henni í hendur útgerðarmanna í ESB. 

En það yrði óafturkræft hryðjuverk gegn framtíð íslensku þjóðarinnar ef útlendingum yrði selt hálendi Íslands. 

Og þar með tilkall til okkur dýrmætustu eigna svo sem háhita, virkjunarmöguleika og vatns. 

Þessar auðlindir eru einu tryggingarnar sem við höfum fyrir framtíð þjóðarinnar í landinu. 

Verði þjóðinni - af auðmönnum - seldur hver vatnssopi, ylur í híbýlin og rafmagn þá er þessu lokið.   

Þá getum við öll farið aftur heim til Noregs, Írlands og Skotlands.

Kínverjar myndu ekki útvega landsmönnum neina atvinnu við sína uppbyggingu. 

Saga Svía segir okkur að þeir koma með sína eigin þræla frá Kína. 

Fólk sem skammtað er skítur úr hnefa.  

Þeir fara ekki eftir neinum byggingarreglum. 

Og engum reglum yfirleitt.

Nema sínum eigin.  


mbl.is Hefur sótt um undanþágu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Ég verð að viðurkenna að ég er skíthræddur við þetta.

Landfari, 31.8.2011 kl. 17:40

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

En hvað með EES borgara og skúffufyrirtæki í ESB? Þessir aðilar geta keypt hér allt, sem er á annað borð falt, án undanþágu.

Eru þeir eitthvað skárri "útlendingar" en kínverskir?

Kolbrún Hilmars, 31.8.2011 kl. 18:11

3 Smámynd: Landfari

Kína er nú ansi lokað land og mannrétti þar ekki í hávegum höfð. Við getum ekki og ekki neinn reyndar keypt svona jörð í Kína.

Hvaðan koma þessir peningar, hvernig varð þessi maður svona ríkur. Innsti koppur í búri í kommúnistaflokknum.

Ég fyrir mitt leiti er bara hræddur og vil það þetta verði skoðað vel áður en komsit verður að niðurstöðu. Hún verði ígrunduð en ekki tekin í einhverju fljótræði. Þetta er margfalt það land sem þarf undir þá starfsemi sem hann ætlar sér að hafa.

Landfari, 31.8.2011 kl. 19:06

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér Landfari, gott að vita að fleiri séu mjög hugsi.

Kolbrún ef þú ert að vísa til Magma þá þarf að leiðrétta það mál með eignarnámi. 

Viggó Jörgensson, 31.8.2011 kl. 20:17

5 Smámynd: Magnús Ágústsson

Landið og auðlindi Íslands eiga undatekningarlaust að vera í eigu þjóðarinnar sama hvaðan menn koma

Magnús Ágústsson, 1.9.2011 kl. 03:34

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Mér finnst a.m.k. lágmark að erlendir sem kaupa hér fasteignir og jarðir, hvaðan sem þeir koma, þurfi að eiga lögheimili á landinu.

Kolbrún Hilmars, 1.9.2011 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband