28.8.2011 | 14:49
Fjölmenningarstefnan gengur ekki upp.
Saga þessa pilts sýnir vel að fjölmenningarstefnan gengur ekki upp í framkvæmd víða á vesturlöndum.
Að gefa fólki landvistarleyfi til þess eins að það verði atvinnulaust.
Fólki sem er ófært um að afla sér starfsréttinda eða menntunar.
Að fylla svo heil borgarhverfi af atvinnulausu, menntunarlausu og reiðu fólki án framtíðarmöguleika.
Nema helst að verða fórnarlömb þeirra sem vilja jafnan grafa undan sínu samfélagi með voðaverkum.
Ætlaði að ráðast á Önnu Lindh | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:01 | Facebook
Athugasemdir
"Mijailovic er 32 ára, fæddur í Svíþjóð en foreldrar hans voru serbneskir innflytjendur."
Afþví að hann þurfti að fá landivstarleyfi? Lestu fréttina og hættu þessum rasisma.
Daníel Godsk Rögnvaldsson (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 15:20
Ég frábið mér ásakanir um rasisma eða fordóma gagnvart öðru fólki, Daníel Godsk Rögnvaldsson.
Þegar ég starfaði sem yfirmaður á stórum vinnustöðum, réði ég fólk til vinnu óháð uppruna eða útliti.
Ég réði t. d. hiklaust atvinnulausa stúlku frá Víetnam þó að hún talaði hvorki ensku eða íslensku.
Ég réði til vinnu pilt með alvarlegan geðsjúkdóm.
Ég lét það mig engu skipta þó að fólk væri augljóslega samkynhneigt.
Ég reyndi alltaf að hvetja konur til að taka að sér yfirmannastöður.
Ég réði til vinnu fólk frá Afríku, Ameríku, Asíu og Evrópu.
Ég réði til vinnu kristið fólk, hindúa, múslima o. s. frv.
Eina sem mér kom við var hvort fólk ynni vinnuna sína, sem það gerði með sóma.
Það sem ég las í fréttinni var að foreldrar piltsins voru innflytjendur.
Og að þannig var að fjölskyldunni búið
að pilturinn dagaði uppi menntunar- og starfsréttindalaus, án atvinnu og án framtíðar.
Ef veita á fólki dvalarleyfi þarf annað hvort að vera víst að það fái atvinnu eða sé að fara í skóla.
Ef veita á fólki dvalarleyfi þarf að liggja fyrir að það fái sömu möguleika og samfélagsþjónustu og aðrir.
Viggó Jörgensson, 28.8.2011 kl. 16:57
Hins vegar Daníel
hef ég fordóma gagnvart glæpamönnum
og fólki sem hefur enga löngun eða áform
um að samlagast eða vinna með því samfélagi sem það vill flytja til.
Þá er betra fyrir alla að það sé kyrrt í því samfélagi sem það er í.
Viggó Jörgensson, 28.8.2011 kl. 17:02
Ég viðurkenni að ásaknir um rasisma áttu ekki við rök að styðjast og voru skrifaðar í hugsanarleysi, afsakaðu það.
Hins vegar þá fæddist þessi maður í Svíþjóð... Þessvegna skil ég ekki alveg hvað þú ert að segja með þessu..
Daníel Godsk Rögnvaldsson (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 20:12
Jú þetta Daníel.
Að hans foreldrar voru innflytjendur.
Hvar lentu þau í samfélaginu í Svíþjóð?
Voru þau atvinnulaus frá fyrstu tíð?
Bjuggu þau í gettói?
Af hverju fékk pilturinn ekki notið sín?
Af hverju dagaði hann uppi án vina, menntunar og atvinnu?
Einhverjar geðrænar raskanir útskýra þetta ekki allt.
Það sem ég er að segja er að annað hvort á að taka almennilega á móti fólki eða ekki.
Sú útgáfa af fjölmenningarsamfélagi að hrúga erlendu fólki, án atvinnu, inn í sérstök hverfi gengur alls ekki upp.
Meira að segja mögulegt að því líði enn verr en á fyrri dvalarstað.
Viggó Jörgensson, 28.8.2011 kl. 21:17
Kíkti á strákinn á sænska Wikipedia.
Foreldrar hans komu til Svíþjóðar í lok sjöunda áratugsins og hann fæðist 1978 í Svíþjóð.
Þau komu frá bæ rétt suður af Belgrad í fyrrum Júgóslavíu þar sem nú er Serbía.
Á þessum tíma vantaði Svía vinnufúsar hendur.
Það er eins og foreldrunum hafi einmitt ekki gengið nægilega vel að aðlagast Svíþjóð.
Því þau fara aftur heim til síns austantjaldslands þegar stráksi er 6 ára.
Þegar stríðið brýst út á Balkanskaga flýja þau til Svíþjóðar en þar var stráksi 13 ára og nærri búinn að gleyma sænskunni.
Svo illa tekst til að aðlaga hann þessu nýja sænska lífi að hann flosnar út úr skólanum 4 árum síðar.
Hann útskrifaðist úr grunnskólanum með einkunina 3,4
Hann nær samt að ljúka fyrst bekk í framhaldsskóla en hætti í lok annars árs.
Þetta segir mér að hann hefði vel getað náð lengra með nægum stuðningi frá samfélaginu.
Allt þetta leggst svo á sálina á honum og hann réðist á pabba sinn með hníf þegar hann er orðinn 18 ára.
Og er svo kominn undir læknishendur án þess að hafa formlegan geðsjúkdóm.
Ég sé þarna misheppnaða fjölmenningarstefnu.
Viggó Jörgensson, 28.8.2011 kl. 21:40
Eins og talað út úr rassgati!
Þér hefur ekki dottið í hug að kannski gekk manninum illa að aðlagast samfélaginu af því að hann er einmitt með geðsjúkdóm! Eitt hvað sem margir geðsjúkir eiga sameiginlegt.
Ég myndi leggja pening undir það að þú og þessi Mijailovic eigið menningarlega meira sameiginlegt heldur en ég og þú, þó að við tölum sama tungumál. Hugtökin "fjölmenning" og "homogeneous culture" (vantar íslenska andheitið við fjölmenningu) eru í raun marklaus hugtök og lýsa hvorugt einhverju sem fyrirfinnst.
Btw, í sænskum grunnskólum eru gefnar einkunnir frá 1-5.
Raggi (IP-tala skráð) 29.8.2011 kl. 05:46
Hvaða afleiðingar fjölmenningar urðu til þess að Anders Behring Breivik framdi hryðuverk sín?
Ómar Ragnarsson, 29.8.2011 kl. 09:10
Hvaða afleiðingu hefur fjölmenningin í Svíþjóð? T.d. Hvergi í Evrópu eru framdar jafnmargar nauðganir, ekki bara að einn brjálaðingur sé að verki á hverja stúlku, heldur 4-5-6 stk. Þetta er bara einn liður ´´i fjölmenningunni. Ennþá skiljið þið ekki þetta karlarnir finnst ykkur ekki koma þetta við... eða...jú þegar þetta snýst um ykkar börn eða barnabörn þá kannske vaknið þið.... Þá er það of seint.
Jóhanna (IP-tala skráð) 29.8.2011 kl. 09:49
Það virðist vera þannig, að kynslóð númer tvo kemur alltaf verst út í nýja landinu og þannig verður það líka á Íslandi þegar t.d. afkomendur innfluttra múslima byrja að stunda skóla. Ástæðan er óbrúanlegur munur á siðum (kúltur) fólksins og siðum nýja landsins. Múslimar aðlagast ekki vestrænni menningu en ljúga til um að þeir geri það. Það er allt í lagi að landsmenn geri sér grein fyrir því- Ég veit að Mijailovic er serbi og hann átti ágæta vini, því þessir unglingar af annari kynslóð innflytjenda safnast í gengi og valda áomældum skaða í samfélaginu, samanber Bretland. Ófremdarástand í úthverfum stærri borga í Svíþjóð í dag er komið á það stig að ekki er aftur snúið og Frakkland og Bretland er í sömu aðstöðu með fleiri löndum. Unglinga glæpagengin (múslimar) ráða lögum og lofum og hika ekki við að grýta og jafnvel skjóta á sjúkrabíla og lögreglu þegar þeir koma inn í kverfin. Viggo Jörgensen hefur 100% rétt fyrir sér og milljónir annara í Evrópu að fjölmenningin er fullkomlega misheppnuð. Ómar - Það eru ekki innflytjendur sem taka ómælt og óhugsandi á móti ólæsum og óskrifandi múslimum frá MENA-löndum og það í þúsundum ár hvert, sem aldrei geta sameinast samfélaginu. Það eru stjórnmálamenn og kratar eru þar heimskastir.Breivík hafði sent ógríni greinar og pisla um innflytjendavandamálin til fjölmiðla, en þeir voru að sjálfsögðu aldrei byrtir, því þeir eru ekki PK og henta ekki siðlausum og gráðugum stjórnmálmönnum. Þetta er orsök þess að Breivík framdi ódæðið.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.8.2011 kl. 10:49
Ómar, þú ert svo vel að þér í sögunni. Var það ekki Þorgeir Ljósvetningagoði sem lagðist undir feld og kom síðan með þá speki að landsmenn skyldu eina trú hafa? Annars myndi landið allt loga í illdeilum. Síðan þessi plástur á sár hinna að menn mættu iðka aðra trú í laumi.
Mikið svakalega virðist þessi maður hafa verið forsjáll, en hvert stefnum við nú?
Landfari, 29.8.2011 kl. 11:35
Raggi
Það hefur einmitt komið fram að maðurinn sé ekki með neinn sérstakan geðsjúkdóm.
Mér finnst augljóst að hann þoldi ekki að fara svona í aðra menningu á viðkvæmasta aldurskeiði.
Sænska kerfinu tókst ekki að hjálpa honum að aðlaga sig.
Sem sagt misheppnað að flytja þessa fjölskyldu til Svíþjóðar.Viggó Jörgensson, 29.8.2011 kl. 12:20
Ómar
Norðmaðurinn er á móti múhameðstrúarmönnum í landi sínu.
Það er ég alls ekki.
Ég hef margsinnis tekið fram að útlendingar hafa auðgað íslenska menningu.
Við værum mun ver stödd á mörgum sviðum ef það góða fólk hefði ekki komið hingað.
Til dæmis á tónlistarsviðinu.
Það sem ég er að segja er að þetta fólk hefur aðlagast okkar menningu og bætt hana.
Þessi útfærsla sem við sjáum víða í Evrópu þar sem erlent fólk er gert að jarðarhópum gengur ekki upp.
Heil hverfi af fólki af sama uppruna, sömu trú, sem ætlar ekki og vill ekki aðlagast sínu samfélagi.
Stór hluti fólksins kann ekki tungumálið í landinu og ætlar ekki að læra það.
Lög og réttur í hverfinu er eins og heimalandinu og flestir þar eða allir á bótum frá almannatryggingum.
Og ekki sé nú talað um þegar næsta hverfi, eða götu, er svo fólk af enn öðrum uppruna
sem hatast við hina fyrri o. s. frv.
Þetta gengur bara ekki upp.
Viggó Jörgensson, 29.8.2011 kl. 12:32
Þakka þér þessar upplýsingar Jóhanna.
Þetta er meðal annars eitt atriðið.
Ef karlmenn frá öðrum löndum ætla ekki að átta sig á að konur eru jafningjar þeirra að öllu leyti
eiga þeir ekkert erindi í okkar samfélög hér á vesturlöndum.
Ef þetta eru ungir karlmenn jafnvel fæddir í Svíþjóð, sannar það mitt mál, að þetta gengur ekki upp.
Viggó Jörgensson, 29.8.2011 kl. 12:36
Kærar þakkir V. Jóhannesson og Landfari fyrir ykkar athugasemdir.
Viggó Jörgensson, 29.8.2011 kl. 12:38
Þakka þér fyrir að skilja mitt sjónarmið.
kærar kveðjur.
Jóhanna (IP-tala skráð) 29.8.2011 kl. 15:32
Það var nú vandalaust Jóhanna.
Ég gnísti tönnum þegar ég hugleiði stöðu kvenna víða í þriðja heiminum.
Kúgun og líkamsárásir eins og umskurð.
Viggó Jörgensson, 29.8.2011 kl. 15:57
Fyrirgefðu
V. Jóhannsson.
Að skyldi fara rangt með föðurnafn þitt í aths. nr. 15
Viggó Jörgensson, 29.8.2011 kl. 16:04
Viggó - Hverjir gera ekki fljótfærnisvillur? Fyrirgefning meðtekin, kveðja.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.8.2011 kl. 18:41
Fyrsta og besta skrefið fyrir mannkyn er að losa sig við trúarbrögðin, þau eru helsta ástæða þess að það er allt í steik; Trúarbrögð eru ekkert nema ættbálkastríðstól frummanna, sérhönnuð til að sundra okkur.
Ekkerr mun breytast til batnaðar fyrr en við hættum að virða trúarbrögð, og þá sérstaklega skipulögð trúarbrögð
DoctorE (IP-tala skráð) 30.8.2011 kl. 09:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.