23.8.2011 | 14:31
Gaddafi ræður enn yfir norðvestur hluta Tripoli.
Uppreisnarmenn eru aðeins með riffla, vélbyssur og litlar eldflaugar.
Það má sín lítils gegn steypuvirkinu utan um stjórnarhvefri Gaddafi.
Þar eru flest þau stríðstól sem Gaddafi á eftir.
Suðaustur af stjórnarhverfinu er stór dýragarður og þar við austurjaðarinn er Rixos hótelið.
Þar hefur vestrænum fréttamönnum verið skipað að halda sig frá því að átökin hófust.
NATÓ herinn gerir því varla loftárásir á hótelið eða nágrenni.
Vísast til felur karlinn sig á hótelinu eða í neðanjarðarbyrgi þar nærri.
Segir Gaddafi vera í Tripoli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
ekki gleyma vopnum NATO. án þeirra væru engir svokallaðir uppreysnarmenn í Líbíu í dag.
el-Toro, 23.8.2011 kl. 14:43
Það er líklega rétt hjá þér.
Það bæri að minnsta kosti ekki mikið á þeim.
Viggó Jörgensson, 23.8.2011 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.