23.8.2011 | 13:55
En gat bætt á sig Landsdómsmálinu.
Það er hárrétt hjá Sigríði J. Friðjónsdóttur að æðstu stjórnvöld hafa ætíð forsmáð ákæruvaldið.
Það sést best á því að ríkissaksóknari er ekki á boðslistanum í opinberar veislur t. d. þegar forseti tekur á móti þjóðhöfðingjum.
Og einnig í fjárframlögum og aðstöðu á sama tíma og alþingismenn lifa við lúxus í nýjum byggingum.
Alþingismenn eru auk þess með aðstoðarmenn á hverjum fingri og í eilífum utanferðum á kosnað ríkisins.
Þetta sést samt ekki í betri árangri á þeim bænum. Þjóðin nærri hrunin aftur á miðaldir.
Réttarvörslukerfið í heild sinni hefur lengst af búið við skammarlegan fjárskort.
Mannsaldri eftir að við fengum æðsta dómsvald inn í landið var þó byggt yfir Hæstarétt.
Dómstólarnir flestir eru komnir í sæmilegan húsakost.
Þó eru skriffinnar farnir að ágirnast húsakynni Héraðsdóms Reykjavíkur.
Dómstólarnir hafa þurft að standa í þrasi við skriffinna til að fá nýja ljósritunarvél eða lítilsháttar lagfæringar á húsakynnum.
Eitthvað hefur verið í bætt úr þessu eftir hrunið en hugsanagangurinn er sá sami.
En flestum í ríkisstjórninni er sama þó að saksóknarar séu tveir í sama skrifborðsstól.
Nema þeir séu að ákæra fyrrum andstæðinga.
Þá geta þeir fengið fjárframlög og gildir einu hvort viðkomandi var í stjórnmálum eða fjármálum.
Það eina sem er á skjön í málflutningi Sigríðar J. Friðjónsdóttur.
Er hvernig hún má vera að því að vera bæði ríkissaksóknari og saksóknari Alþingis í pólitískum sýndarréttarhöldum.
Og hvernig hún telur sig verða óháðan og hlutlausan ríkissaksóknara framvegis.
Eftir þátttöku í slíkri orgíu með þeim Jóhönnu og Steingrími.
Mesta óbótafólk hérlendis síðan á dögum danskra leiguhirðstjóra.
Þeir enduðu hér flestir sína daga, voru drepnir af landsmönnum.
Fari allt fram eftir aðferðum þeirra Jóhönnu og Steingríms munu þau sjálf enda sína daga í fangelsi fyrir landráð.
Þegar þau ætluðu að láta þjóðina borga svona eins og 300 miljörða aukalega fyrir icesave.
Það er víðar glæpalýður við völd en í Líbýu.
Áhyggjur af ákæruvaldinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.8.2011 kl. 02:46 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.