18.8.2011 | 23:09
Eru komnir á einhverjir baktjaldasamningar?
Ef ríkisstjórnin hefur hótað Jóni Bjarnasyni brottrekstri úr ráðherrastól.
Og ætlar núna ekkert að gera með skilyrði Þráins Bertelssonar.
Þá er ljóst að hún er búin að gera einhverja leynisamninga í reykfylltum bakherbergjum.
Einhver í stjórnarandstöðunni hefur þá lofað að verja hana falli og að styðja fjárlagafrumvarpið.
En það er þá einnig spurning hvort ríkisstjórnin hafi efni á að sparka bæði Jóni og Þránni.
Hvaða stjórnarandstöðuþingmenn eru á leiðinni uppí hjá Steingrími eða Jóhönnu?
Stendur við fyrri yfirlýsingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:10 | Facebook
Athugasemdir
það ku vera 1úr Framsókn og tvær úr Sjálfstf.....
Vilhjálmur Stefánsson, 18.8.2011 kl. 23:47
Sæll Vilhjálmur.
Þú ert þá að tala um Guðmund Steingrímsson og ???
Viggó Jörgensson, 19.8.2011 kl. 00:18
Sælir; Viggó og Vilhjálmur !
Ætli Vilhjálmur; eigi ekki við þær Ragnheiði Ríkharðsdóttur - svo og, Þorgerði K. Gunnarsdóttur, að líkindum, Viggó ?
Eyjamaðurinn Vilhjálmur; hinn knái stórvinur minn, leiðréttir mig þá bara, hafi ég skotið framhjá, að nokkru.
Með beztu kveðjum; sem áður /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 01:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.