16.8.2011 | 14:17
Nú er nóg komið - skerum frekar niður á Alþingi og hjá stjórnvöldum.
Þar er áreiðanlega búið að spara allt sem hægt er á sjúkrahúsunum.
Þjóðin vill ekki að sjúkrahúsin verði eyðilögð með skemmdarverkum stjórnmálamanna.
Þeir ættu að snúa sér að eigin sóun á opinberu fé.
Eitt síðdegið mætti ég í Breiðholtinu eyðslufrekum ráðherrabíl frá Bæheimska mótor verkstæðinu í Þýskalandi.
Þarna var á ferðinni fjármálaráðherrann sem boðar mönnum kaup á eyðslugrönnum bílum.
Á þessum hungurtímum lætur vinstri stjórn aka sér um á lúxusvögnum.
Rétt eins og Loðvík XVI, þessi sem var hálshöggvinn í Frakklandi hér um árið.
Stjórnmálamenn ættu að hætta tilgangslausum ferðalögum út um allar koppagrundir veraldarinnar.
Á Alþingi er ennþá rekin ferðaskrifstofa þar sem skipulagðar eru ókeypis ferðir fyrir alþingismenn.
Fararstjórinn Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir reynir að finna fundi og ráðstefnur á nýjum stöðum.
Gangsemin er engin fyrir þjóðina, enda aukaatriði, samanber ferð Ástu til Albaníu.
Bruðl í stjórnlagaráð og umsókn um inngöngu í Evrópusambandið í óþökk þjóðarinnar.
Og fjármálaráðherran hefur ekki bara sullað með bensínið á BMW-inn stóra.
Hann hefur bæði sullað og bullað með tugi miljarða af skattfé í banka og sparisjóði.
Engu líkara en að þeir hafi báðir þefað af öllu bensíninu BMW-inn og Steingrímur.
Guð gefi að Steingrímur haldi höfðinu, nóg samt að innihaldið sé gufað upp.
Á varla fyrir nýjum lyfjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:31 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.