14.8.2011 | 18:37
Gott hjá stráknum.
Að hugleiða þessi grundvallarmál og undirstöður þjóðlífsins í samfélagi.
Stjórnmálamenn verða öðru hverju að geta hafið sig upp fyrir hvunndagsþrasið og hugleitt grundvallarundirstöður þjóðfélagsins.
Við gefum okkur að stjórnmálamenn vinni allir að sama markmiði.
Hvernig best verði tryggt að hér búi framvegis þjóð í betra samfélagi í góðri umgengni við landið.
Menn greinir aðeins á um aðferðirnar til þess.
Vegið að leikreglum réttarríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sigmundur er einn hæfasti stjórnmálamaðurinn að mínum dómi og jarðbundinn. Hann á ekki skilið árásir sumra bara vegna gamals orðstírs flokksins sem hann er í og hefur tekið langmestum framförum allra flokka frá falli bankanna.
Elle_, 14.8.2011 kl. 21:02
Tek undir með Elle, enda hefur strákurinn staðið keikur og mótmælt aðför Stjórnarflokkanna,að sjálfstæði Íslands. Læt fylgja hér; að sögn dóttursonar míns,sem er nýkominn frá Kanada.með karlakór (undirspilari) hélt Steingrímur þar ræðu á Íslendinga-dögum þar,hældi þeim á hvert reypi og minntist góðra samskipta. Hann fékk dúndrandi klapp,enda góður að tala (flutti ræðuna á ensku). M.b.Kv.
Helga Kristjánsdóttir, 14.8.2011 kl. 22:55
Það var gott hjá Steingrími að tala vel um Kandamenn eins og þeir eiga skilið.
Mér skilst að þeir hafi undrast að ekki var leitað til þeirra eftir hrunið hérlendis.
Við eigum þar meiri hauka í horni en flesta grunar.
Og Steingrímur er alveg ágætur að tala.
Vandamálið er bara að hann talar út og suður eftir vindáttinni hverju sinni.
Viggó Jörgensson, 18.8.2011 kl. 01:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.