9.8.2011 | 20:03
Strax orðinn fyrirgreiðslupólitíkus eins og þeir voru á síðustu öld.
Það má mikið vera ef Þráinn blessaður kallaði þetta ekki spillingu af verstu gerð.
Að hygla vinum sínum og áhugamálum.
Hann sem ætlaði að verða nýtísku stjórnmálamaður fólksins en ekki sérhagsmuna.
Hitt er annað mál að ef Kvikmyndaskólinn er ríkisstofnun á fólkið auðvitað að fá kaupið sitt.
Ef skólinn er einkastofnun hét þetta pilsfaldakapitalismi í eina tíð.
Að hlaupa af stað með einkarekstur í trausti þess að ríkið borgi kostnaðinn.
Minn þurs spyr nú bara hvort þetta sé ekki fag sem best er að menn læri erlendis, vítt um heim?
Þráinn er sem sagt ekkert annað en fyrirgreiðslupólitíkus og pilsfaldakapitalisti.
Þá er það bara á hreinu.
Svo kemur bara í ljós hvort Þráinn á fleiri frændur og vini með skapandi áhugamál.
Setja þarf upp skóla í stjörnuskoðun, fuglaskoðun og nágrannavörslu.
Þá þarf að setja upp menntastofnun til að rannsaka norðurljósin, álfa, huldufólk og drauga.
Jólasveinar og skýjaglópar hafa heldur ekki fengið viðeigandi fyrirgreiðslu úr ríkissjóði.
Þráinn sjálfur er þó á listamannalaunum.
Þá stefnir í að kenna þurfi notkun fjallagrasa og skógerð úr skinni og roði.
Vinstri grænir vita sko hvar tækifærin liggja á glámbekk.
Setur skilyrði fyrir stuðningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.8.2011 kl. 16:21 | Facebook
Athugasemdir
Viggó.
Nú skulum við aðeins anda djúpt, hugsa rökrétt og rifja upp hörmungarfréttir um þá ADHD-aðila, sem hvorki fengu greiningu, né stuðning við sína styrkleika frá menntamála-ráðuneytinu og klíkustýrðri námsgagna-ríkisstuðnings-stofnunar-útgáfum á námsbókum, sem ekki einu sinni kennararnir skilja, eftir margra ára nám í háskóla, með tilheyrandi tilkostnaði.
Ekki er mjög langt síðan þér og mér fannst illa vegið að fólki með ADHD, sem er fólkið með listrænu hæfileikana, sem þarf að hlúa að. Margir gætu sleppt rítalíni og undirheimalífinu dauðadæmda, ef þeir fengju að virkja sína listrænu styrkleika!
Almenningur landsins og heimsins gleðst yfir afrakstri listamannanna, með því að nota krónurnar sem þénast af brauðs-stritinu, til að njóta listanna á hinum ýmsu sviðum.
Ég vona að þú skiljir hvernig ég er að tengja þetta allt saman Viggó.
Þráinn Bertelsson er vel að sínum listamanna-launum kominn, það hef ég alltaf verið viss um, og sú skoðun mín breytist ekki, og listamannalaun eru viðurkennd á Íslandi. Það hefur ekkert með Þráinn Bertelsson að gera, að listamannalaun eru borguð til einstaklinga víðs vegar í þjóðfélaginu.
Ef ég fengi nú einhvertíma listamannalaun, sem ég reikna ekki með að gerist, þá væri það vanvirðandi vanþakklæti af mér að afþakka þau, fyrir einhverja tímabundna vinnu hjá hinu opinbera. Hið opinbera gerir sér ekki nokkra grein fyrir hvernig og hvenær listamenn safna efniviði í sín verk.
Veltu þessu nú aðeins fyrir þér Viggó, fyrst þú vilt hjálpa ADHD-fólki til betra lífs!
Lyfin eru nefnilega neyðarúrræði fyrir kerfissvikna einstaklinga. Nú erum við nefnilega komin að kjarnanum að því, hvers vegna sumt fólk hafnar á rítalíni/conserta, eða í eiturlyfja-undirheimum!!!
Þetta er vinsamleg ábending frá mér, og verðugt umhugsunarefni fyrir velviljað og heiðarlegt fólk eins og þig og fleiri, Viggó minn.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.8.2011 kl. 21:57
Sæl Anna Sigríður.
Ég held að við skiljum alveg hvort annað.
Ég áskil mér samt áfram rétt til að nöldra yfir stjórnmálamönnum
sem gera allt annað en þeir lofuðu.
Viggó Jörgensson, 10.8.2011 kl. 00:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.