30.7.2011 | 22:59
Ég hef ekki nennt að lesa þessa tillögu stjórnlagaráðs.
Samfylkinguna vantaði breytingu á stjórnarskránni svo að hægt væri að ganga í ESB.
Til að fela þennan eina tilgang var blásið í herlúðra og því logið að þjóðinni að nú skyldi valdið til fólksins.
Einnig var reynt að ljúga því að fólki að ný stjórnarskrá gæti á einhvern hátt leiðrétt vandræðin af hruninu.
Svo átti að halda hér stjórnlagaþing en fólkið sem stjórnar landinu klúðraði því eins og öðru.
Svo út varð stjórnlagaráð, hvers eina verkefni var að leggja til breytingar sem uppfylltu kröfur ESB.
Annað er bara skrum og blekking.
Það tekur því ekki að skemma góða sumarskapið við að skoða þessar stagbætur sem verða raktar upp hvort sem er.
Stjórnarskrá gerræðisríkis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
... og ég hef ekki fundið hana.
Ásgrímur Hartmannsson, 31.7.2011 kl. 22:42
Hvað segirðu Ásgrímur ?
Er opna stjórnsýslan þeirra Jóhönnu og Steingríms, enn að bregðast.
Eru þau ekki með einhverja heimasíðu?
Stjórnlagaráðið?
Viggó Jörgensson, 1.8.2011 kl. 15:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.