Breivik er sakhæfur en líklega með tvenns konar persónuleikaröskun.

Það er vafalaust rétt hjá Gísla Guðjónssyni réttarsálfræðingi að Anders Breivik sé með sjálfsdýrkunar persónuleikaröskun.

En flest bendir til að hann hafi einnig þróað með sér andfélagslega persónuleikaröskun þar sem siðblinda er eitt einkennið.

Að minnsta kosti er verknaðurinn algerlega siðblint athæfi.

Þessar persónuleikaraskanir koma engan veginn í veg fyrir að Breivik sé sakhæfur.

Brevik var ekki að blanda saman ímyndun og veruleika.

Þó að túlkun hans á raunveruleikanum sé án eðlilegs innsæis og dómgreindar.

Á netinu eru góðar greinar um þessi mál,

til dæmis Persónuleikaröskun, eftir Gylfa Ásmundsson yfirsálfræðing:

http://hirsla.lsh.is/lsh/bitstream/2336/97730/1/G1999-01-28-G6.PDF

og Um siðblindu, eftir Nönnu Briem geðlækni:

http://www.hirsla.lsh.is/lsh/bitstream/2336/90881/1/G2009-01-38-G5.pdf


mbl.is Neitar að ræða við norska sálfræðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sálfræðingar...þeir sem þurfa sem mest á þeim að halda, vilja oft ekki sjá þá og forðast eins og heitann eldinn.

Að eitthvað sé að þessum sjálfhverfa pilti, er ekki inni í myndinni hjá honum. Hann hefur höndlað hinn eina rétta sannleika og hann sér ekkert að því sem hann gerði.

Virkilega sjúkt eintak.

Einar (IP-tala skráð) 30.7.2011 kl. 13:35

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já Einar

Breivik er mjög sjúkur.

Enda líkast til sjúklega sjálflægur, sjúklega siðblindur og sjúklega andþjóðfélagslega sinnaður. 

Og hér er ég að vísa til flokkunar Gylfa Ásmundssonar.

Að í geðsjúkdómaflórunni séu:

1. Geðveiki, þar sem eru alvarlegustu sjúkdómarnir, þeir erfiðustu fyrir sjálfan sjúklinginn.  

2. Hugsýki. 

3. Persónuleikaraskanir, eins og Breivik er með. 

Þetta eru einkenni sem eru stundum erfiðari fyrir umhverfi sjúklingsins en hann sjálfan, honum líður oft prýðilega.    

Viggó Jörgensson, 31.7.2011 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband