29.7.2011 | 04:23
Breivik er sakhæfur en líklega með tvenns konar persónuleikaröskun.
Það er vafalaust rétt hjá Gísla Guðjónssyni réttarsálfræðingi að Anders Breivik sé með sjálfsdýrkunar persónuleikaröskun.
En flest bendir til að hann hafi einnig þróað með sér andfélagslega persónuleikaröskun þar sem siðblinda er eitt einkennið.
Að minnsta kosti er verknaðurinn algerlega siðblint athæfi.
Þessar persónuleikaraskanir koma engan veginn í veg fyrir að Breivik sé sakhæfur.
Brevik var ekki að blanda saman ímyndun og veruleika þó að túlkun hans á raunveruleikanum sé án eðlilegs innsæis og dómgreindar.
Á netinu eru góðar greinar um þessi mál, til dæmis
Persónuleikaröskun, eftir Gylfa Ásmundsson yfirsálfræðing:
http://hirsla.lsh.is/lsh/bitstream/2336/97730/1/G1999-01-28-G6.PDF
og Um siðblindu, eftir Nönnu Briem geðlækni:
http://www.hirsla.lsh.is/lsh/bitstream/2336/90881/1/G2009-01-38-G5.pdf
Reyndi að semja við lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:28 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.