Eru ekki byssur á öllum lögreglustöðvum? Engin sérsveit í hernum?

Ekki vissi ég annað en að allir lögreglumenn yrðu að læra að skjóta úr byssu og æfa sig reglulega.

Það var lögreglustöð þarna nærri en þeir lögreglumenn virðast aðeins hafa beðið komu þessarar sérsveitar. 

Á meðan hafði þessi hryðjuverkamaður nægan tíma til að rölta í rólegheitum og skjóta niður æsku landsins. 

Þetta er algerlega óskiljanlegt. 

Þá eiga Norðmenn heilmargar sjúkraþyrlur en ekki veit ég um staðsetningu þeirra nærri Osló. 

Þá er ótrúlegt annað en að hægt sé að leigja þyrlu í Osló. 

Þar fyrir utan er óskiljanlegt af hverju sérsveit úr hernum gat ekki komið á vettvang.

Hafa Norðmenn virkilega enga útkallssveit úr her sínum við höfuðborgina?  

Tvisvar kom ég í heimsókn til varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. 

Og hitti þar orustuþotuflugmenn sem sátu þar í gallanum algerlega tilbúnir að skella á sig hjálminum.

Og hlaupa um borð í þotu sína og taka viðstöðulaust á loft. 

Hefðu þeir sett afturbrennarann á, tók það þá um 15 mínútur að vera komnir miðja vegu milli Íslands og Færeyja. 

Þetta er það sem maður kallar alvöru útkallssveit og alvöru her. 

Hitt er augljóst að hryðjuverkamaðurinn notaði sprengjuna til að hafa meiri tíma í Útey.  


mbl.is Endurskoða þarf viðbragðskerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lögreglumenn með skammbyssur geta lítið gert til að stöðva mann með sjálfvirkan riffil (utan Hollywood skiptir munur á drægi og skothraða töluverðu máli).

Þeir hefðu getað notað herþyrlu en það var engin viðbragðsáætlun og það hefur komið fram að það var mat manna að það tæki of langan tíma að koma því í kring og því fljótlegra að keyra.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 01:06

2 identicon

Finnskir lögreglumenn hafa sjálfvirka riffla um borð í lögreglubílum sínum síðast er ég vissi. Það hefði getað breytt ýmsu gerðu Norðmenn slíkt hið sama.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 01:47

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakkir strákar.

Hélt reyndar að þetta hefði verið hálfsjálfvirkur riffill en skammbyssur segja lítið á móti þeim.

Hélt samt að venjuleg lögreglustöð væri frekar með riffla en skammbyssur,

svona eins og Pétur Guðmundur segir okkur um finnsku lögreglubílanna. 

Vona að íslensk lögregla, út um land, hafi byssur heima á bæog þurfi ekki að bíða eftir sérsveit.

Ef viðkomandi gengur ekki um skjótandi er auðvitað betra að fá sérsveitina en hitt væri aulaleg staða.    

Viggó Jörgensson, 27.7.2011 kl. 12:38

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Á íslenskum lögreglustöðvum eru skotvopn fyrir hendi inni í læstum geymslum, yfirleitt eru það rifflar held ég. Varðandi staðarlögregluna á svæðinu við Útey, þá las ég einhversstaðar að hún hafi verið kölluð inn til Oslóar sem liðsauki vegna sprengjuárásarinnar þar. Þess vegna var eina löggæslan á svæðinu öryggisvörður, lögreglumaður á frívakt, sem virðist hafa látið blekkjast af dulargervi árásarmannsins og verið meðal fyrstu fórnarlamba. Tilgangur tilræðisins miðborg Oslóar var meðal annars að skapa glundroða og tefja viðbrögð við þeirri sláturtíð sem stóð til að hefja á Útey. Þessi áætlun Breiviks virðist því miður hafa gengið eftir að miklu leyti.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.7.2011 kl. 13:26

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakkir Guðmundur.

Viggó Jörgensson, 30.7.2011 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband