26.7.2011 | 15:32
Aflagðir heimavistarskólar gætu vel hentað til fangavistar.
Í heimavistarskólum geta herbergi verið fangaklefar.
Þar eru nægilega mörg salerni, baðaðstaða fyrir marga, eldhús, mötuneyti og oftast íþróttahús og jafnvel sundlaug.
Ennfremur eru þar oft starfsmannahús og íbúðir.
Ég hef skoðað nokkra eldri heimavistarskóla.
Get ekki ímyndað mér annað en að séu þægilegri, og rýmri, húsakynni en t. d. á Skólavörðustíg.
Auk þess er umhverfi þeirra allra skemmtilegra að öllu leyti.
Þeir fangar sem ekki þurfa stranga öryggisgæslu væru mun betur komnir á slíkum stað en í flestum okkar núverandi fangelsum.
Ekki ákvörðun um fjármögnun fangelsis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Viggó.
Þetta er svo alveg gríðarlega góð tillaga hjá þér að ég held að láta þetta heyrast víðar og helst ættir þú að senda þetta strax inná borð Ríkisstjórnarinnar.
Þetta gæti leyst mikinn og bráðan vanda og einmitt eins og þú segir þarna fengju aðeins að vera "fyrirmyndarfangar" sem ekki væru taldir hættulegir og hefðu sýnt góða hegðun, iðrun og yfirbót og svo þeir sem framið hafi minni háttar afbrot.
Gunnlaugur I., 26.7.2011 kl. 16:53
Þakka þér Gunnlagur.
Er búinn að skrifa þetta á Eyjuna en sendi þetta á Ögmund að þinni tillögu.
Viggó Jörgensson, 27.7.2011 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.