24.7.2011 | 00:59
Algerlega siðblindur og stórkostlega persónuleikabrenglaður.
Það verður fróðlegt að lesa um uppeldi og æsku þessa manns.
Hann er augljóslega algerlega siðblindur og stórkostlega persónuleikabrenglaður.
Eftir árásirnar í New York nota bandarískt stjórnvöld tölvutækni til að finna svona menn í tíma.
Og víst eru þeir búnir að setja upp slíkt eftirlitsbákn. Um árangurinn vitum við ekki alls kostar.
En ef við heimfærum þetta á Noreg, þá hefði slík tölvukerfi átt að benda á þennan mann.
Maðurinn lýsti öfgaskoðunum á netinu, átti fullt af byssum, og var byrjaður að kaupa kjarna áburð.
Pantaði einnig vafasöm efni á netinu, kynnti sér sprengjuframleiðslu og er hermenntaður.
Sá sem sprengdi stjórnsýsluhúsið í Oklahoma gerði einmitt sprengjuna úr kjarna áburði.
Hann var einnig öfgafullur fyrrverandi hermaður sem átti fullt af skotvopnum.
Í okkar heimshluta er svokölluðum greiningardeildum lögreglu ætlað að fylgjast með öfgahópum.
Það er hins vegar hægara sagt en gert að átta sig á einyrkja með brjáluð áform.
Norðmaðurinn setti upp býli þar sem hann þóttist ætla að rækta grænmeti.
Greinilega eingöngu til að geta keypt mikið magn af kjarna án þess að það vekti eftirtekt.
Maðurinn hefur verið að undirbúa einhvers konar ódæði í hálfan áratug.
Svo heldur Össur að við Íslendingar viljum endilega taka að okkur Hamas hryðjuverkasamtökin.
Það eru fullt af öðrum öfgahópum sem hugsa Hamas þeigjandi þörfina.
Og nú hefur Samfylkingin á Íslandi eignast þetta vinafélag í Palestínu.
Og hvaða afleiðingar gæti það haft fyrir íslenska ferðamenn í þessum heimshluta?
Það er eitt að styðja Palestínsku þjóðina og skamma Ísraelsmenn eins og þeir eiga skilið.
Annað að vingast við glæpasamtök sem þar tóku völdin undir vopnum og skelfingu.
Svipað og Bathflokkur Saddams Hussein í Írak; hópar glæpamanna.
Mætti ég frábiðja mér leiðsögn Hamas og Össurar um veröldina.
Eða verða samferða Össuri og hans vinum um heimsins vígaslóð.
Næst fer þessi afglapi vísast að drekka te með talibönum í Afganistan.
Ekki yrði ég hissa.
Bjó til sprengju á 80 dögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:33 | Facebook
Athugasemdir
En hvað ef greiningardeildin finnur eitthvað gruggugt hjá nágranna þínum?
Hvað svo þegar greiningardeildin finnur eitthvað gruggugt hjá vini þínum?
Og hvað þegar greiningardeildin finnur eitthvað gruggugt hjá þér?
Guðmundur Ásgeirsson, 24.7.2011 kl. 04:50
Hamas komst til valda i lýðræðislegum kosningum en ekki með vopnavaldi eins og segir í færslunni. Rétt skal vera rétt en ég sé annars ekki hvað Hamas kemur þessum öfga hægrimanni sem framdi ódæðin í Noregi við.
Óskar, 24.7.2011 kl. 07:29
Það er einmitt mikill munur á eins manns ódæði eða samtökum sem er með áróður fyrir öfgaskoðunum. Samtök leitast eftir félagmönnum og reyna að hafa áhrif á skoðanir með áróðri, stundum ná öfgasamtök pólítískum völdum. Persónuleikabrenglun er geðræn og það fremja ekki allir vanheilir verknaði í stundarbrjálæði eins og margir á netinu virðast halda, hættulegastir eru oft þeir sem skipuleggja sig í langan tíma og fáir verða var við að viðkomandi er vanheill.
Varðandi Össur, er í lagi með mann sem tekur upp fánann fyrir hryðjuverkasamtök eins og Hamas- og það í nafni heillar þjóðar?.
Hef verið að hugleiða hvort og þá hvaða afleiðingar stuðningsyfirlýsingar Össurar geti haft fyrir okkur Íslendinga.
Sagan sýnir að einn bjáni getur leitt mikla ógæfu yfir marga.
Sólbjörg, 24.7.2011 kl. 11:10
Sæll Guðmundur.
Ég reikna með að til athugunar kæmi að taka af mönnum byssuleyfið í slíkum tilfellum.
Og athuga hvort kjarninn fer í jörðina eða hvort hann er í sprengju í bílskúrnum,
svo ég haldi áfram með dæmin sem þú nefnir.
Viggó Jörgensson, 24.7.2011 kl. 15:44
Sæll Óskar.
Ég veit vel að Hamas, Bath flokkurinn og Adólf Hitler komust til valda í kosningum.
Glæpaflokkar allt að einu.
Á þessum tíma var Hamas undir vopnavaldi.
Viggó Jörgensson, 24.7.2011 kl. 15:46
Sæl Sólbjörg.
Mikið er ég feginn að einhverjir eru hugsi eins og þú.
Yfir þýðingu þess að við Íslendingar séum að skipta okkur af þessum málum.
Með svo afgerandi hætti.
Sums staðar í austurlöndum hafa óaldarflokkar sjálfkrafa
rænt öllum Bretum og Bandaríkjamönnum sem þeir hafa náð í.
Á sínum tíma voru núverandi stjórnarherrar alveg brjálaðir
yfir því að okkur væri blandað í stríð við Írak.
Nú eru sömu menn að skipta sér af hryðjuverkasamtökunum Hamas
og komnir í stríð við Líbýu.
Viggó Jörgensson, 24.7.2011 kl. 15:52
Og gæti þetta þýtt að Íslendingar séu ekki óhultir í þessum heimshluta sem fyrr???
Viggó Jörgensson, 24.7.2011 kl. 15:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.