15.7.2011 | 13:11
Hæstiréttur dæmdi lögreglumann í Reykjavík fyrir að skilja eftir mann út á Granda.
Neðangreint er af vef Hæstaréttar um mál lögreglumanns í Reykjavík.
Er þetta ekki nákvæmlega sambærilegt mál???
Fimmtudaginn 18. nóvember 2010.
Nr. 147/2010. Ákæruvaldið ... gegn G ....
Lögreglumenn. Brot í opinberu starfi. Skilorð.
Lögreglumaðurinn G var sakfelldur fyrir brot gegn 132. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa farið offari við framkvæmd lögreglustarfa og ekki gætt lögmætra aðferða er hann sem stjórnandi lögregluaðgerðar, í miðbæ Reykjavíkur, fyrirskipaði öðrum lögreglumanni að aka með handtekinn mann þaðan út á Granda og skilja hann þar eftir.
Héraðsdómur var á hinn bóginn staðfestur með vísan til forsendna um sýknu G af ákæru um brot gegn 217. gr. sbr. 138. gr. sömu laga.
Í dómi Hæstaréttar segir meðal annars að í 1. mgr. 16. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 sé mælt fyrir um að handtekinn maður sé færður á lögreglustöð eða annan stað þar sem lögregla hefur aðstöðu.
Eigi þetta við ef honum sé ekki þegar sleppt.
Ákvörðun G um að ekið skyldi með A þá leið sem gert var til að freista þess að róa hann niður svo lögreglumennirnir kæmust sem fyrst til að sinna áfram verkefni á vettvangi lögregluaðgerðar, sem þeir höfðu verið kvaddir til, ætti sér ekki stoð í 15. gr. lögreglulaga og rúmaðist ekki innan almennra heimilda sem lögregla hefur venju samkvæmt til að halda uppi lögum og reglu.
Með vísan til atvika málsins var ákvörðun um refsingu G frestað og skyldi hún falla niður að liðnum tveimur árum héldi G almennt skilorð.
Varðstjóri fór ekki offari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:52 | Facebook
Athugasemdir
Það eru engin mál alveg eins. Það eru gerðar mikla kröfur í lögfræði til þess að dómar hafi fordæmisgildi í öðrum málum. Einnig má benda á enn annan dóm frá Noregi þar sem lögreglumenn í Osló voru sýknaðir fyrir að skilja mann eftir að vetri til í frosti úti í skógi fyrir utan Ósló. Hæstiréttur fann að vinnubrögðunum en sýknaði þá engu síður af lögbrotum.
Dómruinn sem þú vísar í vakti furðu hjá lögreglumönnum því ef þú myndir hafa fyrir því að lesa hann allan kæmist þú að því að maðurinn sem lögregla ók í því máli réðst með fúkyrðum og skítkasti að lögreglumönnum á vettvangi þar sem verið var að leita að hnífamanni á veitingastað. Þetta var snemma sunnudagsmorguns og engir aðrir bílar lausir til að sinna verkefninu og því brá lögreglumaðurinn á það ráð að losa sig við kolvitlausan blindfullan mann út á Granda (NB "alla leið" í góðu veðri) í stað þess að þurfa að fara upp á lögreglustöð þar sem tíma tekur að afgreiða mál hjá varðstjóra. Við þessar kringumstæður er nákvæmlega ekkert athugavert við það að losa sig við algerlega fáranlega truflun á lögrgluútkalli þar sem hugsanlega fólk hefði skaðast alvarlega sbr. málið nú í morgun.
Runólfur Þórhallsson (IP-tala skráð) 15.7.2011 kl. 18:13
Blessaður Runólfur.
Þið hafið alltaf undarleg viðhorf til laganna í landinu þarna hjá Ríkislögreglustjóra.
Það er ekki ykkar að túlka lögin heldur dómstólanna.
Ég þakka þér ábendinguna um að engir dómar séu eins.
Það var mig reyndar farið að gruna eftir að hafa lesið hæstaréttardóma í 30 ár.
Í stað þess að upplýsa okkur um meintar kröfur lögfræðinnar til fordæma
hefði verið heppilegra að þú segðir okkur hver nákvæmlega munurinn væri á þessum málum.
Ég hafði nú lesið Hæstaréttardóminn og sé ekki fljótu bragði annað
en að Héraðsdómi Suðurlands hafi borið skylda til að fylgja þessu fordæmi Hæstaréttar.
Lögin í landinu fara ekkert eftir því hversu hissa lögreglumenn kunna að vera á Íslandi
á einhverjum dómi og hvað þá einhverjum dómi í Noregi.
Hæstiréttur Íslands sagði í fyrrnefnda dómnum að þetta væri ekki heimilt.
Eftir því eigið þið í lögreglunni að fara og eftir því eiga héraðsdómarar að fara.
Eða þangað til Alþingi breytir lögunum eða Hæstiréttur segir eitthvað annað.
Þetta skal ég svo éta allt ofan í mig ef þú sýnir mér hver munurinn er á þessum dómum
með rökstuddum lögfræðilegum rökum.
Bestu kveðjur sem fyrr.
Viggó Jörgensson, 15.7.2011 kl. 19:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.