Þetta eru garpar og járnkallar. Forsetinn fari austur og þakki þeim.

Stundum hættir manni til að leggja nokkra trú á garpskapinn í fornsögunum.

Það er þegar maður kynnist görpum eins og voru lengstum í línuflokkum Landsvirkjunnar og RARIK. 

Sem fóru í allra verstu verðrum upp á hálendið þegar við hin urðum rafmagnslaus á nærhaldinu heima.  

Og garparnir hafa vissulega verið víðar bæði til sjávar og sveita. 

Og nú höfum við eignast nýjar hetjur í brúarflokkum Vegagerðarinnar. 

Það hafa þeir áreiðanlega alltaf verið en er okkur nú betur ljóst. 

Það væri við hæfi að forsetinn, og frú, skelltu sér austur með vínarbrauð og þökkuðu þessum mönnum fyrir hönd okkar allra.


mbl.is Múlakvísl veitt undir brúna í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Tek heilshugar undir þetta.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.7.2011 kl. 13:10

2 identicon

Já, þá riðu nú hetjur um héruð, Viggó minn.

Forsetinn gæti jafnvel verið að skenkja hetjunum þínum vínarbrauð og randalín í þessum rituðu orðum ef Vegagerðin hefði staðið við sólarhringsvaktafyrirkomulagið góða.

Hetjurnar þínar eru búnar að sofa frá sér samtals 28 klst á þessari tæpu viku - en Vegagerðin á heiður skilið fyrir það klúður eins og öll hin.

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.7.2011 kl. 15:00

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakkir fyrir innlitið strákar.

Mér skilst Hilmar að takmarkandi þátturinn í þessari framkvæmd hafi verið niðurrekstur strauranna. 

Við það var unnið allan sólarhringinn. 

Það hefði engu breytt þó að við hina verkliðina hefði verið unnið dag og nótt.

Þetta er kallað að finna bundnu leiðina og flöskuhálsinn

í þeim fræðum þar sem menn setja upp Gnatt rit og svoleiðis fínerí.  

Viggó Jörgensson, 15.7.2011 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband