Leggja ber Persónuvernd niður. Að sjálfsögðu þurfti læknirinn þessar upplýsingar.

Það leiðir algerlega af sjálfu sér að sá sem sækir um skotvopnaleyfi. 

Verður að heimila yfirvöldum að nýta allar viðeigandi upplýsingar sem máli skipta um sjálfan sig.

Þar með talið trúnaðarmatsmönnum yfirvalda eins og geðlækni í þessu tilviki.

Það er leikhús fáránleikans að einhver ríkisstofnun sé að hindra rétt yfirvöld í að ná réttri niðurstöðu í slíkum málum.  

Það er alveg grafalvarlegt mál að veita fólki skotvopnaleyfi.  Engin sjálfsögð mannréttindi.

Gífurlega ríkir almannahagsmunir standa til þess að þar séu allar tiltækar upplýsingar til skoðunar. 

Réttur umsækjandans er algerlega hverfandi sé hann borinn saman við ríka hagsmuni almennings. 

 

 


mbl.is Óheimil miðlun úr málaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Svavarsson

Lögreglunni bar að fá leyfi umsækjandans áður en þeir dreyfðu þessu upplýsingum og jafnvel vafasamt að halda svona upplýsingar sem geta verið mistúlkaðar og bjagaðar, þær gætu meir að segja spilt fyrir réttu mati séfræðingsins ! :-)

Jón Svavarsson, 13.7.2011 kl. 16:44

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það er rétt að stjórnsýslan þarf að gæta að forminu.  

En aldrei má verða á kostnað þess að rétt niðurstaða náist.  

Undirstöðu grundvöllur laganna um skotvopn er að þeir fái ekki skotvopnaleyfi sem ekki eru færir um að hafa skotvopn undir höndum. 

Ekki get ég nú verið sammála þér að lögreglan hafi dreift upplýsingunum. 

Sendi þær aðeins þessum eina lækni sem samkvæmt læknalögum hefur ríka trúnaðarskyldu í meðferð þeirra ekkert síður en lögreglan. 

Ég treysti starfandi geðlæknum alveg til að meta slíkar upplýsingar rétt.

Þeir eru einmitt sérfræðingar í að láta ekki mistúlka og bjaga upplýsingar ofan í sig.  

Í þessu tilfelli er þessi trúnaðarlæknir lögreglunnar ekkert annað en hluti þeirra yfirvalda sem er að fjalla um þessa umsókn.   

Viggó Jörgensson, 13.7.2011 kl. 17:23

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Maðurinn veit að þessi atriði í málaskrá lögreglu eru grundvöllur þess að hann er sendur til geðlæknis.

Hann sýnir sjálfur lækninum bréfið um að þau atvik séu grundvöllur þess að hann sé þangað kominn í mat og skoðun.

Það er tær fábjánaháttur að ætla lækninum að leggja mat á málið nema læknirinn fái þau gögn í hendurnar. 

Beiðni um vottorð er þannig sjálfkrafa beiðni um að læknirinn skoði gögnin og umsækjandann. 

Umsækjandinn virðist hafa ætlað lækninum að stimpla handa honum vottorð án þess að leggja mat á allt málið.

Algerlega í andstöðu við upphafleg svör lögreglu að hann væri sendur til læknis svo að læknirinn gæti lagt mat á þessi atvik úr málaskránni.

Þegar umsækjandanum er ljóst að læknirinn ætlar ekki að láta spila þannig með sig, þá afturkallar umsækjandinn beiðni um vottorð.

Og fer svo í þennan kæruleik sem sýnir að þarna skortir vilja til að yfirvöld nái réttri niðurstöðu í málinu. 

Persónuvernd er löngu komin út fyrir öll mörk í að túlka hlutverk sitt í andstöðu við þarfir þjóðfélagsins.

Til dæmis í þessu máli, eftirliti með útgáfu lyfseðla og yfirleitt í öllu sem getur verndað afbrotafólk frá að þjóðfélagið geti varaða sig á því. 

Þess vegna á að leggja stofnunina niður og draga tennurnar úr lögum um persónuvernd.  

Viggó Jörgensson, 13.7.2011 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband