Samfylkingin vill að ESB semji fyrir okkur samningsmarkmiðin.

Hvað eru menn að spyrja frú Jóhönnu um samningsmarkmið okkar Íslendinga?

Um þau veit hún fátt fyrr en forysta ESB finnur það út fyrir okkur.    

Að fregna af þessu var nú erindi frúarinnar til Þjóðverja sem ráða öllu í ESB sem þeir vilja.

Jóhanna treystir ekki Össuri Skarphéðinssyni frekar en aðrir.

Að koma, yfir hafið, skilaboðum sem ekki hefðu skolast til í volkinu.     

Þó Vegagerðina vantaði ráðskonu við Múlakvísl, varð hún að spyrja Merkel sjálfa. 

Hvort við gætum fengið að halda fiskveiðum og landbúnaði til að hafa ofan af okkur og í ???  

Öllum landslýð í ESB hefur Össur okkar, nýlega, nefnilega sagt að þetta skipti okkur engu.

Og okkur, heima, að ESB ætlaði, hvort eða er, að halda okkur uppi í veislu og vellystingum.

Eins og best gerist, hjá öðrum spámönnum trúarbragða, um fyrirheitin lönd.    

Össur, okkar kurteisi veislugestur í Brussel, er eðlilega ekki að þýfga gestgjafanna um veisluföngin.

Það væri ókurteisi eins og menn vita.  

Hitt væri gaman að heyra. 

Hvort við verðum áfram hér heima eða hvort Össur spámaður opnar Atlantshafið og við fylgjum honum til Evrópu.  

Á hlaupum undan Daró.  

Jóhönnu væri nær að spyrja um það.  

  


mbl.is Spyr hvort Merkel viti meira en Íslendingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband