Íslendingar ættu að læra af Sviss.

Íbúar Sviss eru líklega þeir snjöllustu í Evrópu.

Þeir hleypa engum inn inn í landið nema á sínum forsendum.

Þeir eru ekki aðilar að neinum nauðasamningum. 

Þeir framleiða aðeins þekkta hágæðavöru og selja hana mjög dýrt. 

Þeir láta ekki stærri þjóðir eða alþjóðasamtök ljúga að sér.  

Þeir stjórna mikilvægum málefnum með þjóðaratkvæðagreiðslum.

Ísland er með Sviss í EFTA en Sviss er ekki aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. 

Þurfa þess ekki.   


mbl.is Svisslendingar ósáttir við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í Sviss eru  launin hæst í Evrópu og tekjuskattar með því lægsta en lifikostnaður er þar líka í hæstu hæðum.

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 10.7.2011 kl. 17:21

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Mikið er ég sammála þér.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.7.2011 kl. 17:30

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér Sveinn fyrir að bæta þessu við.

Ég hef yfirleitt ekki heyrt að innfæddir flytji frá Sviss þannig að ég álykta að niðurstaðan sé íbúum hagstæð.

Viggó Jörgensson, 10.7.2011 kl. 19:59

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér Ingibjörg. 

Viggó Jörgensson, 10.7.2011 kl. 20:00

5 Smámynd: Vendetta

Ég og aðrir höfum oft skrifað, að Sviss sé eitt af tveimur lýðræðissinnuðustu ríkjum í heimi. Svisslendingum er svo annt um sjálfstæði sitt, bæði þjóðréttarlega, stjórnsýslulega, efnahagslega og viðskiptalega, að það er til fyrirmyndar. Þess vegna hlýtur það að skapa erjur þegar Svisslendingar þurfa að eiga við sérstaklega ólýðræðislegt bákn eins og ESB.

Ef Össur væri maður og ekki ánamaðkur, þá myndi hann taka sér Svisslendinga til fyrirmyndar, en ekki Maltverja.

Vendetta, 10.7.2011 kl. 22:14

6 identicon

Stutt athugasemd.  Sviss er aukaaðili að Schengen eins og Ísland.  Einnig er samningur við ESB og EES um frjálst flæði vinnuafls, þ.e. allir þeir sem búa á EES svæðinu geta fengið vinnu í Sviss án þess að þurfa að sækja sérstaklega um atvinnuleyfi.

Einnig dugar evrópska sjúkratryggingakortið í Sviss.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 10.7.2011 kl. 23:30

7 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér Vendetta.

Endilega skrifaðu um þetta í blöðin.

Viggó Jörgensson, 11.7.2011 kl. 12:11

8 Smámynd: Viggó Jörgensson

Stefán Júlíusson

Þú hlýtur að vera Samfylkingarmaður. 

Hvernig væri nú að þið ágætt samfylkingarfólk færuð að kynna ykkur þessi mál sjálf?

Munið að allt sem Össur segir ykkur er lygi.   

Það er ekki hægt að gera samninga við EES.

EES er byggt á samningum ESB og EFTA fyrir hönd aðildarríkja.

Ísland er ekki með aukaaðild að Schengen.

Ísland er með fulla aðild að Schengen. 

Sviss hefur ekki afnumið landamæraeftirlit sitt.

Sjáðu nú neðangreint sem er af vefnum hjá Utanríkisráðuneytinu:

Fimmtán Evrópuríki eru fullir þátttakendur í Schengen samstarfinu.

Þetta eru auk Íslands, Finnland, Svíþjóð, Danmörk, Noregur, Þýskaland, Belgía, Frakkland, Lúxemborg, Holland, Ítalía, Austurríki, Spánn, Portúgal og Grikkland.

Þann 21. desember 2007 urðu 9 ríki til viðbótar aðilar að sameiginlegu landamæraeftirliti Schengen-svæðisins á landi og sjó, en fyrirhugað er að í mars muni landamærin einnig opnast hvað flug varðar.

Ríkin sem um ræðir eru Eistland, Lettland, Litháen, Malta, Pólland, Slóvenía, Slóvakía, Tékkland og Ungverjaland.

Önnur ríki Evrópusambandsins ásamt Sviss taka ekki fullan þátt í Schengen samstarfinu og hafa þessi ríki því ekki afnumið eftirlit á landamærum sínum.

Þau taka hins vegar þátt í því löggjafarstarfi sem fer fram á þessu sviði.

Jafnframt liggur fyrir samningur um þátttöku Liechtenstein í samstarfinu sem hefur þó ekki enn verið undirritaður.

Viggó Jörgensson, 11.7.2011 kl. 12:26

9 identicon

Viggó:  Ég ætlaði aðeins að skýra þetta út hvernig þetta er. 

Ég nota vef þýska utanríkisráðuneytisins og svo skoðaði ég þetta á vef Evrópusambandsins í gær.

Við skulum nú ekki taka mark á óuppfærðri heimasíðu sem hann Össur stjórnar.

Svo er nokkrar fréttir þess efnis, en því miður á þýsku:

http://www.tagesspiegel.de/politik/international/schweiz-ist-vollmitglied-in-schengenland/1484886.html

http://www.spiegel.de/politik/ausland/0,1518,593052,00.html

Skiptir ekki í raun ekki máli í hvaða flokki ég er.  Ég er óflokksbundinn á Íslandi.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 12:47

11 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þú fyrirgefur með kannski kerksnina Stefán.

Það er þá rétt að allt sé lygi sem Össur segir, ef allt er vitlaust um þetta á heimasíðunni hjá honum. 

Upphaflega var ég að vísa til þess að menn fá ekki að flytja til Sviss nema á þeirra forsendum. 

Það ég síðast vissi.  

Hafa þeir breytt því???

Eru þeir virkilega búnir að leggja niður landamæravörsluna???

Þakka þér annars þessa vefhlekki. 

Reyni að stauta mig fram úr þýskunni.  

Viggó Jörgensson, 11.7.2011 kl. 15:03

12 identicon

Viggó:  Já, það verður að passa sig á heimasíðunni hjá Össuri;)

Þeir lögðu þetta niður fyrir nokkrum árum þegar þeir gengu í Schengen samstarfið.  Við getum búið þar sem atvinnuþegar, námsmenn og sem sjálfstætt starfandi aðilar ef við getum sýnt fram á það að við getum lifað af því.

Ég þekki nokkra Þjóðverja sem hafa gert þetta og svo er aldrei að vita með sjálfan mig.  Ég er að fara þangað sem námsmaður og var því aðeins búinn að kynna mér þetta.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 16:27

13 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér aftur og gangi þér vel í Þýskalandi eða Sviss.

Viggó Jörgensson, 11.7.2011 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband