10.7.2011 | 02:10
Vilji Íslendinga í skoðanakönnunum á að ráða afstöðunni til Palestínu en ekki ESB.
Eru einhverjir tveir menn á ferðinni í íslenskum stjórnmálum sem heita báðir Össur Skarphéðinsson?
Íslenska þjóðin vildi ekki ganga til viðræðna um inngöngu í ESB.
Íslenska stjórnarskráin heimilar ekki inngöngu í ESB.
Aðeins 1/3 þjóðarinnar hefur kosið stjórnmálaflokk sem vill ganga í ESB.
Meiri hluti þjóðarinnar vill hætta aðildarviðræðum að ESB.
Mikill meirihluti vill ekki ganga í ESB.
Össur Skarphéðinsson gefur dauðann og djöfulinn í vilja og skoðanir Íslendinga á ESB.
Núna er einhver Össur Skarphéðinsson að þvælast niður í Palestínu
og segist erinda þar eitthvað sem þjóðin vilji samkvæmt skoðanakönnunum.
Getur þetta virkilega verið sami maðurinn???
Ísland sýni Palestínu stuðning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:53 | Facebook
Athugasemdir
Góður !
Færðu ekki bágt fyrir að segja svona sannleikann?
Jón Valur Jensson, 11.7.2011 kl. 03:19
Þakka þér Jón Valur.
Með þessa ríkisstjórn á ég ekkert nema bágt.
Það sér því ekki á svörtu.
Viggó Jörgensson, 11.7.2011 kl. 12:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.