Þetta er lofsverð afstaða til réttinda borgaranna.

Handtekið fólk ber á láta laust á sömu stundu og frelsisskerðingar er ekki lengur þörf.

Það er misskilningur að lögregla megi ætíð halda mönnum föngnum, í allt að sólarhring, án þess að leiða hinn handtekna fyrir dómara. 

Lögregla má það ekki mínútu lengur en lögmætur grundvöllur stendur til og að hámarki getur það verið sólarhringur. 

Sé útlit fyrir að þess gerist þörf í lengri tíma en sólarhring þarf úrskurð dómstóla.

Og þar eiga sömu sjónarmið einnig við.  

Þó að einhver hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald um tiltekinn tíma ber að láta hann lausan strax og mögulegt er. 

Það er lofsvert að sjá þetta hugarfar í verki hjá yfirmönnum lögreglu. 

Almenningur í lýðræðis- og réttarríkjum þarf ætíð að líta til með dómstólum og lögreglu.

Og hvernig þessar stofnanir ríkisvaldsins fara með valdheimildir sínar á sviði mannréttinda.


mbl.is Forsendur breyttust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þernunni varð það til happs að þetta skyldi eiga sér stað í Reykjavík en ekki á Selfossi.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.7.2011 kl. 01:10

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já Guðmundur

Um það var Hæstaréttardómurinn um daginn.

Að sömu lög, og sams konar túlkun á þeim, verða auðvitað að gilda alls staðar á landinu. 

Viggó Jörgensson, 8.7.2011 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband