Fái viðeigandi sekt, útvegi læknisvottorð og málinu þá lokið.

Það er vandalítið að fyrirgefa þessum ágæta manni. 

Hafi engum stafað hætta af þessu skytteríi.

Ekki verið miðað byssum á lögreglumenn eða annað fólk.

Lögreglumönnum ekki hótað meiðingum. 

Maðurinn hlýtt lögreglunni í verki, þrátt fyrir munnleg mótmæli.    

Þá ætti málinu að ljúka með sektargreiðslu. 

Auk þess að gera ætti kröfu um geðlæknisvottorð, sæki maðurinn aftur um byssuleyfi sitt.

Þá ætti hann að geta fengið þær byssur aftur sem hann hefur leyfi fyrir.

Þær sem hann hefur ekki leyfi fyrir, yrðu hins vegar mögulega að vera óvirkar sem sýningargripir.

Almenningur má til dæmis ekki eiga vélbyssur eða skammbyssur. 

Ekki gengur heldur að hægt sé að stela nothæfum byssum af söfnum. 


mbl.is Biðst fyrirgefningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas S Ástráðsson

Í ágætri grein þinni kemur ekki fram, að svo ógnvekjandi var byssueigandinn að þeir lögreglumenn sem að komu þurfa áfallahjálp. Það hlýtur að hafa einhver eftirköst ef þrautþjálfaðir verðir laga og reglu taka ekki á heilum sér eftir samskipti við aldraðan mann sem fékk sér aðeins of mörg glös.

Jónas S Ástráðsson, 7.7.2011 kl. 12:54

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér Jónas. 

Já það er einmitt eitt af mörgu sem vantaði í fréttina. 

Fyrir ungt að reynslulítið fólk getur það reynt á taugarnar að fara í útkall, þar sem einhver er ölvaður

og að auki það illa upplagður að hann þarf útrás með skotvopnum. 

Ungur en ákaflega vandaður og greindur lögreglumaður sagði við mig

að við vopnaða menn ætti að fást með vopnum. 

Það ætti kannski ekki að senda menn af stað óvopnaða í svona útköll?

Mér skilst samt að þessir lögreglumenn hafi handtekið manninn en ekki sérsveitin. 

Ég hef ekki upplýsingar til að átta mig á atburðarásinni.  

Áttu heimamenn frekar að bíða eftir sérsveitinni?

Viggó Jörgensson, 8.7.2011 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband