Ekki gæsluvarðhald að geðþótta - Ísland er ekki lögregluríki. Geðlæknisvottorðs sé krafist af byssuleyfishöfum.

Landinu skal stjórnað með lögum en ekki geðþótta. 

Þess vegna höfum við löglærða dómara er leggja mat á gæsluvarðhaldsþörf. 

Slíkt mat grundvallast ekki á geðþótta lögreglumanna sem einhver móðgaði á fylliríi. 

Um þetta Stokkseyrarmál veit ég ekkert. 

Var maðurinn að skjóta niður vargfugl, refi eða mink?

Var hann að skjóta í átt til fjöru og sjávar? 

Eða var fólk í hættu?

Miðaði hann skotvopnum á lögreglumenn?

Hótaði hann að skjóta lögreglumennina eða hótaði hann að kæra þá fyrir áreitni?

Er maðurinn með leyfi bæjarfélagsins til að eyða meindýrum í bænum?  Meindýr eru mest á ferðinni að næturlagi. 

Allt skiptir þetta máli til að hægt sé að átta sig á alvarleika málsins.

Hitt er ljóst að lög, um lögreglusamþykktir bæjarfélaga, leggja almennt bann við meðferð skotvopna innanbæjar. 

Og svefnfriði má ekki raska um nætur, hvorki með skotvopnum eða öðru.  

Þó verða menn að þola meira ónæði um helgar en virka daga. 

Allt þetta vantar í fréttina nema að veiðimaðurinn hafi ekki tekið lögreglu fagnandi.   

Hafi um 90 skotvopn verið tekin af þessum manni er hann vart til stórræðanna. 

Brjóti byssuleyfishafar þannig af sér, að svipta þurfi þá leyfinu til bráðabirgða. 

Ættu þeir ekki að fá leyfið aftur nema geðlæknir samþykki það, að undangengnum viðtölum.

Það ætti reyndar að vera skilyrði til að fá byssuleyfi, í upphafi, og við endurnýjanir leyfisins.   

Utan alfaraleiða má oft sjá sundurskotin umferðarskilti og aðrar eigur samfélagsins. 

Það bendir ekki til að allir byssuleyfishafar hafi öðlast nægan þroska til að fara með skotvopn. 

Og ábyggilega þarf að herða reglur um skotvopn verulega.   

En þar er tæplega efst á listanum að læsa inni okkar reyndustu veiðimenn fyrir að rífa kjaft. 

Í Lögregluskólanum hefur stjórnarskrárgreinin um málfrelsi borgaranna alveg gleymst. 

Oft hef ég séð til ungra lögreglumanna er telja það mestan stórglæp að einhver fyllibyttan rífi við þá kjaft. 

Og lesið dóma þar sem ungir lögreglumenn töldu munnbrúk tilefni til handtöku og einn hefur misst starfið eftir slíkt ævintýri.

Góðir lögreglumenn heyra ekki svívirðingar og taka þær alls ekki persónulega. 

Enda er þar jafnan verið að tala við einkennisbúninginn og ríkisvaldið þar á bak við.   

Um daganna hef ég átt mikil og góð samskipti við lögregluna.

Allt saman öndvegisfólk sem þjóðin er heppin að enn skuli haldast í starfi. 

Fækkun lögreglumanna hefur hins vegar leitt af sér margt slæmt.

Ungu krakkarnir ganga ekki vaktir með þeim eldri og læra ekki að koma fram af þeim myndugleik, yfirvegun og öryggi sem áður var. 

Þeir eru oft svo taugastrekktir að það smitar út frá sér á vettvangi. 

Og framkoma við góðborgara er oft ekki til að bæta ímynd lögreglunnar.  

Í ökunámi mínu átti ég lögreglunni mikið að þakka.   

Mikið og óeigingjarnt starf lögðu lögreglumenn á sig til að bæta aksturslag mitt.

Þetta voru miðaldra menn sem vönduðu um við mann eins og velviljað foreldri. 

Komu fram af öryggi, myndugleik og létu engan komast upp með neitt múður. 

Ég sakna þessarra manna úr lögreglunni.  

 


mbl.is Funda um niðurstöðu héraðsdóms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband