4.7.2011 | 15:40
Sýnir vel ókosti þess að kjósa saksóknara.
Í Bandaríkjunum kýs almenningur saksóknara.
Það hefur gríðarlega ókosti.
Þó að þetta fyrirkomulag kalli á aukin afköst er það á kostnað gæðanna.
Cyrus Vance jr. aðalsaksóknari New York var nýbúinn að tapa frægu nauðgunarmáli þegar mál DSK kom upp.
18 klukkustundum eftir þessa atburðarás á hótelinu tók lögreglan upp þetta fræga símtal.
Þeim saksóknara og lögreglumanni sem vildu þá fara hægar í sakirnar, var ósköp einfaldlega vikið frá málinu.
Og áfram djöflaðist aðalsaksóknarinn í að láta manninn vera í gæsluvarðhaldi.
Þrátt fyrir að þá þegar væri ljóst að farbann ætti að nægja.
Það er ekki ljóst hvar mestu glæpamennirnir eru í BNA en þeir eru ekki endilega úti á götunni eða í tugthúsinu.
Nú eru líkur á að mansalsmafía hafi flutt þessa konu inn frá Gíneu.
Hjálpað henni að ljúga nær öllu sem stendur á landvistarumsókninni.
Og falsa fyrir hana skattframtöl, ljúga sig inn í ódýrara húsnæði, nota bankareikning hennar til peningaþvættis og líklegast selja hana í vændi.
Þetta er nú meiri sorapytturinn þarna.
Lögreglan í New York gagnrýnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:42 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.