Er Össur happafengur eða Ingjaldsfífl?

Ungan dreymdi þann góða dreng Össur Skarphéðinsson um tvennt.

Að geta sagt eitthvað af viti.  

Og að verða að einhverju gagni. 

Eftir að hafa reynt þetta á æskuheimili sínu fram á unglingsár.

Þótti loks föður hans fullreynt um árangur og sparkaði Össur á dyr.  

Þjóðviljinn, Alþýðubandalagið, og sósialisminn í Evrópu, fengu næst að njóta starfskrafta Össurar. 

Og dóu fljótlega út af án þess að þjást mikið.

Hinn vaski piltur Össur vatt sér þá í þjóðþrifamál og nýtingu á sinni sérfræði. 

Fiskeldisiðnaðurinn fékk þennan happafeng til liðs við sig, þar sem kraftur kom loks í sporðaköstin.  

Á áður óþekktum hraða lögðu þar allir upp kviðinn og ugganna. Óvíst um þjáningar.  

Galvaskur Össur gekk nú í Alþýðuflokkinn er senn varð þá bráðkvaddur.  

Líf sitt má Samfylkingin þakka að Össur hefur mest verið erlendis að undanförnu.

Samtímis hafa Össurar allra landa ráðið Evrópusambandinu heilt.  Enda er þar allt á heljarþröminni. 

Össur Skaphéðinsson var greindur að læra á bókina en fer annars með himinskautum. 

Fastur í draumórum unglingsáranna um hið fullkomna, fyrirheitna draumaland.

Sem fyrst hét Sovét, nú ESB og hvað næst? 

Sem stjórnmálamaður er Össur algerlega dómgreindarlaus nema í sínun Undralöndum.

Og fráleitt að við Íslendingar látum slíkt Ingjaldsfífl stjórna málum okkar.

Af fíflaskap með fjöregg þjóðarinnar höfum við fengið nóg í bili.

Þá væri nær að tjóðra hann á stjórnarráðsblettinum.

Þar þarf ekkert að segja af viti, hinn skemmtilegi Össur myndi gera lukku. 

Og loks eitthvað gagn.  


mbl.is Undrast orð ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband