Það þarf að slá stjórnarráðsblettinn og kötturinn kominn að goti.

Um hábjargræðistímann dettur einhverjum ferðamönnum í hug að húsmóðirinn á stjórnarheimilinu, geti bara hlaupið heim á bæ.

Það á bæði eftir að slá og heyja Arnarhólinn og stjórnarráðsblettinn auk þess sem kötturinn er kominn að goti.

Ofan í kaupið tala svo sumir þessir förumenn ekki almennilega íslensku og jafnvel enga. 

Fólk sem Össur og Óli eru margbúnir að heimsækja, þarf nú varla að vera þvælast þetta. 

Össur á að vísu eftir að heimsækja karlinn í tunglinu, og snjómanninn, en þá er það líka allt komið. 

Okkur langar ekki að hitta neina útlendinga nema Olaf Palme.  Já og Elvis.

Það er bara ein lýgin enn, úr Mogganum að þeir séu dánir. 

Það sagði okkur maður, í Kleppsholtinu, að hann hefði sjálfur séð þá báða.  

Svo þarf að láta stytta ermarnar á nýju kápunni og fara með blússuna í hreinsun.

Kartöfluútsæðið er löngu byrjað að spíra og fótanuddtækið þarf í viðgerð. 

Svo langar Jónínu í heljar ferðalag með stórfjölskylduna eins og gamla daga.

Tökum stöðvarbíl upp að Geithálsi, og jafnvel Lögbergi, ef  íhaldið lætur ekki rigna.

Þá þarf maður að finna til útisokkana og föðurlandið. 

Það yrði þokkalegt ef forsætisráðherrann hefði ekki tíma til að ferðbúa sig.

Yrði svo innkulsa og svo yrði allsherjar héraðsbrestur í haust.   Hvað ætli Mogginn segði þá?

Það sér nú hver maður, að engin stund er aflögu til að víkja góðgerðum að einhverjum sem eru bara á flakki að tefja almennilegt fólk.  

Svangir flakkarar geta bara sést upp á Bessastöðum eins og landssiður er í hallærum.    

Þessir gömlu allaballar, hafa daginn fyrir sér, til að sjá um sína kommúnista  

Ef þeir verða þá ekki í Kína sjálfir eða Abbesíníu.  

Það sem maður situr ekki upp með, fyrir utan gigtina. Svei því bara. 


mbl.is Annir hjá forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband