30.6.2011 | 17:09
Af hverju gátu þeir keypt miða, af hverju komust þeir á leið um borð?
Þó að þakka megi lögreglu þessa árvekni.
Þá sést vel að landamæragæsla okkar er í skötulíki.
Ef allt væri hér í besta lagi áttu þessir menn aldrei að geta keypt sér far utan.
Og alls ekki komast á leið um borða í neinn farkost á leið utan.
Ef við værum ekki í þessari Schengen vitleysu.
Þá myndu allar tölvur blikka, fyrst þegar kennitala þeirra væri slegin inn í tölvu flugfélaga og skipafélaga.
Og svo í síðasta lagi við vegabréfaeftirlit ÁÐUR en þeir leggja af stað um borð.
Þetta á ekki að vera tilviljunum háð.
Til hvers er eiginlega þessi tölvulesanleiki á vegabréfum?
Stöðvaðir í Norrænu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:10 | Facebook
Athugasemdir
Þá sést vel að landamæragæsla okkar er í skötulíki. Nei hún er það ekki, það er enginn landamæravarsla innan Schengen, og fyrir tíð Schengen var ekki heldur nein landamæravarsla milli norðurlandanna, en Norræna siglir til Danmerkur.
Ef allt væri hér í besta lagi áttu þessir menn aldrei að geta keypt sér far utan. Veit ekki til þess að þeir sem selja farmiða séu að athuga hvort viðskipavinirnir séu eftirlýstir. Það væri dáldið gróft ef fólk væri krafið um sakarvottorð við kaup á farmiða.
Og alls ekki komast á leið um borða í neinn farkost á leið utan. Lögreglan má ganga á menn og krefja þá um skilríki hvar sem er. Það er ekkert sem bannar lögreglunni að standa í Leifstöð og biðja um skilríki.Svo má einnig spyrja afhverju gengu þessir menn lausir!
Ef við værum ekki í þessari Schengen vitleysu. Schengen er svo miklu meira en þú gerir þér grein fyrir, nenni ekki að útskýra það allt hér, án Schengen hefðum við ekki aðgegni að SIS gagnagrunninum . Getur lesið um það hér.
Það kostar helling á ári að ráða allan þann fjölda af landamæravörðum sem þyrfti aðeins á morgnana, þeir gætu hinsvegar voða lítið gert. Þeir hefðu ekki aðgang að neinum gagnagrunnum um eftirlýsta menn sem koma inn í landið. Þeir myndu ekki vita hverjir væru eftirlýstir og hverjir ekki, það stendur ekki á enninu á mönnum og þó svo að það stæði þá mættu þeir ekki meina þeim inngöngu ef þeir eru frjálsir menn og hafa afplánað sinn dóm.
Þá myndu allar tölvur blikka, fyrst þegar kennitala þeirra væri slegin inn í tölvu flugfélaga og skipafélaga. Ég er aldrei spurður um kennitölu þegar ég kaupi mér flugmiða eða far með ferju, það er aldrei farið fram á kennitölu hjá neinum sem kaupir sér farmiða úr landi. Það er hvergi í heiminum farið fram á kennitölu við kaup á farmiðum.
Og svo í síðasta lagi við vegabréfaeftirlit ÁÐUR en þeir leggja af stað um borð. það er enginn landamæravarsla innan Schengen, og fyrir tíð Schengen var ekki heldur nein landamæravarsla milli norðurlandanna.
Þetta á ekki að vera tilviljunum háð.
Til hvers er eiginlega þessi tölvulesanleiki á vegabréfum? Hann er notaður þegar ferðast er til Ameríku, fólk sem ferðast innan ESB og EES þarf ekki einu sinni að eiga vegabréf(að Bretlandi og Írlandi undanskildum). aðeins þarf að sýna fullgild persónu skilríki eins og ökuskírteini við innritun í flug, til að fara um borð í Norrænu þarf ekki að sýna nein skilríki. Meirihluti íslendinga þyrfti ekki einu sinni að eiga vegabréf þar sem þeir fara aldrei útfyrir Schengen.
The Critic, 30.6.2011 kl. 18:45
Þú Critic ert alveg nóg ritfær til að skrifa undir nafni.
Þarft ekkert að skammast þín fyrir þinn málflutning.
Ég veit meira um Schengen en ég kæri mig um.
Það hefur margsinnis orðið okkur ljóst að austantjaldsþjóðirnar
skrá ekki samviskusamlega inn í SIS gagnagrunninn eða hvað hann heitir.
Hann verður því aldrei betri en það og engan veginn það hjálpræði sem til stóð.
Ég er að vísa til þeirra ára sem Árni heitinn Sigurjónsson fulltrúi lögreglustjóra
fór með mál útlendinga.
Þá var landinu stjórnað eins og vera bar í þessum málaflokki.
Það er nefnilega grundvallarmisskilningur hjá ykkur í stjórnkerfinu að þjóðin vilji hafa hér opið heimboð.
Það viljum við bara alls ekki.
Það gat nú gengið að venjulegir norðurlandabúar kæmu hingað eins og þeim sýndist,
en það var áður en þeir fóru að laða að sér allan heimsins vandræðaskríl.
En að glæpapakk og hyski geti valsað hér til og frá er bara eitthvað sem sem þýðir
að þjóðin þarf að hreinsa út af Alþingi og úr stjórnkerfinu
alla þá sem ekki láta skipast að koma þessum málum í lag.
Ég er sem sagt ekki að skrifa um lex lata heldur mína skoðun á lex ferenda.
Að lýsa þeirri skoðun minni að upplausn ríki í þessum málaflokki
vegna lélegs lagaumhverfis, lausungar og sviksemi yfirvalda að sinna störfum sínum eins og ber.
Eitt af því sem ég er mjög hneykslaður á er einmitt þessi afsláttur á að menn beri vegabréf utan síns heimaríkis.
Vegabréf er og á að vera grundvallarsönnunargagn um persónu einstakra manna
sem sýna ber erlendum yfirvöldum hvenær sem krafist er.
Það sýnir bara fullkomið getuleysi yfirvalda að slíkt skuli vera aflagt.
Svo segirðu sjálf/sjálfur að landamæraeftirlitsmenn gætu voða lítið gert
þar sem þeir hefðu engan aðgang að tölvugagnagrunnum.
GUÐ MINN ALMÁTTUGUR.
Þetta var einmitt grundvallaratriðið í að svíkja þetta Schengen kerfi inn á okkur
- þessi tölvugagnagrunnur sem átti að vera svo frábær.
Og svo segir þú að hann sé bara ekkert notaður!!!
Ef ég væri hjartveikur þá dytti ég niður dauður bara.
Er heimskunni bara engin takmörk sett???
Þakka þér innlitið.
Viggó Jörgensson, 1.7.2011 kl. 00:26
Og hafir þú Gagnrýnandi á einhvern hátt staðið að uppsetningu á Schengen samstarfinu.
Sem mér sýnist nú á stílnum, þá varst þú líka svikinn.
Þegar í ljós kom að austantjaldsþjóðirnar skrá ekki samviskusamlega inn í kerfið.
Væri þá nær að viðurkenna að kerfið virkar ekki eins og til stóð
í stað þess að bera í bætifláka fyrir svikna vöru.
Viggó Jörgensson, 1.7.2011 kl. 00:32
Og svo var eitt enn.
Ef við gæfum okkur að upplýsingar væru almennilega settar inn í þetta fína kerfi.
Hingað hafa margsinnis komist glæpamenn þrátt fyrir að þeir væru eftirlýstir heima hjá sér
fyrir morð og voðalega glæpi.
Hvaða gagn - í ósköpunum - er af kerfi sem enginn er að skoða gögnin í ???
Hvorki þegar glæpamennirnir yfirgefa sitt heimaland
né þegar þeir koma hingað til lands???
Viggó Jörgensson, 1.7.2011 kl. 01:25
Mennirnir geta komið hingað því það er ekki vegabréfa eftirlit þegar þú ferð úr landinu og inn í það næsta, þeir gætu hinsvegar ekki komist út úr Schengen án þess að vera handsamaðir, þessir menn hefðu allt eins getað verið handsamaðir við komuna til Danmerkur eða í sínu heimalandi. Þessi fangelsisvist þeirra kostar íslenska skattgreiðendur hundruði þúsunda, hefði verið ágætt hefðu þeir bara fengið að fara til síns heima.
Það gefur augaleið að á meginlandi Evrópu þar sem löndin liggja ofan í hvort öðru, landamæri sumstaðar í gegnum stór skóglendi , sveitir, borgir, bæi og jafnvel íbúðargötur að það er ekki hægt að vera með vegabréfaeftirlit. Þetta svæði er hvort sem er sameiginlegt atvinnusvæði og fólk má ferðast um það frjálst hvort sem er. Bægir sem liggja á landamærum eru oft þannig að landamærinn eru á miðri íbúðargötu, oddatölurnar eru í Belgíu og sléttu tölurnar eru í Hollandi. Það væri meirháttar afturför að fara að byggja múra á miðri götunni til að fara að skoða vegabréf. Eða fara að láta menn standa við hvern einasta sveitaslóða sem liggur í gegnum landamæri.
The Critic, 2.7.2011 kl. 00:14
Hafi dómstólar dæmt menn til fangavistar eiga þeir að afplána það.
Þó að það sé ódýrara að hleypa bara öllum dæmdum mönnum burt þá bara gengur það ekki upp.
Hins vegar á fortakslaust að láta erlenda menn afplána í sínu heimalandi, nær sínum fjölskyldum.
Og borga heimalöndunum þann kostnað. Það hlýtur að vera ódýrara þannig.
Ég hef oft ekið í gegnum skóg á norðurlöndunum þar sem allt í einu stendur á skilti;
velkomin til Noregs, Svíþjóðar o. s. frv.
En það breytir því ekki að mín skoðun er sú að við eigum að nýta okkur til fullnustu að Ísland er eyja.
Og hefta för þeirra sem ætla að markaðssetja eiturlyf á börnin okkar.
Og um aðferðirnar til þess verðum við þá bara áfram ósammála.
Ég verð að lifa við það.
Þakka þér innilega aftur fyrir innlitið.
Viggó Jörgensson, 3.7.2011 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.