Hér þarf hvorki banka eða búðir fyrir miljónir manna.

Jón Helgi Guðmundsson er einn af fáum mönnum í atvinnulífinu sem kann fótum sínum forráð.

Maður sem þjóðin hefði átt að fá sem forsætisráðherra á erfiðum tímum. 

Þvert um hug sér hefur hann orðið að þenja út fyrirtækið, þegar kjánar fóru að þenja út Húsasmiðjuna eins og hér byggju miljónir manna. 

Guðmundur H. Jónsson, faðir Jóns Helga, stofnaði BYKO ásamt Hjalta Bjarnasyni.

Þetta voru bændasynir sem höfðu það að leiðarljósi er hafði komið þjóðinni í gegnum aldirnar.

Dugnað, vinnusemi, heiðarleika, nýtni, þolinmæði og forsjá ræktandans sem veit að góðir hlutir gerast oftast hægt, eftir vandlegan undirbúning. 

Ég skildi aldrei af hverju Jón Helgi, einn okkar varkárasti og besti rekstrarmaður, lét glepjast að bankarekstri. 

Bankarnir voru, eins og kunnugt er, reknir og stækkaðir hratt af ungum og fordjörfum reyfurum.

Við gamlir BYKO menn vitum vel að þá koma verstu viðskiptavinirnir hlaupandi.  

Þessir sem aðrir, á markaðnum, vilja ekki út af myrkri viðskiptafortíð. 

Vítt um lönd var slíkum bröskurum tekið fagnandi af unga fólkinu í íslensku bönkunum.

Ungu mennirnir fóru jafnvel sjálfir í slagtog með þessum vafasömu fjárglæframönnum.

Og fóru létt með að lána þeim höfuðstól bankanna út á tún.   

Viðskiptafræðingurinn Jón Helgi Guðmundsson hefur verið í viðskiptum á Íslandi og í Evrópu í 40 ár.

Ef ekki einu sinni hann sá í gegnum rekstur íslensku bankanna, var öðrum vorkunn. 

 


mbl.is Loka í Kauptúni og segja upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband