Einnig lélegu skipulagi um að kenna.

Stundum er eins og yfirmenn borgarinnar búi í einhverju allt öðru landi.

Þannig hef ég sent réttmætar athugasemdir, við deiliskipulag, meðal annars um bílastæðamál í mínu hverfi. 

Það var eins og tala við stein.  

Sérfræðingar borgarinnar virðast vera sannfærðir um að við íbúarnir séum almennt hálfvitar sem eigi einmitt, alls ekki, að hlusta á. 

Það eru langmenntaðir sérfræðingar

Þessir sömu og leyfðu byggingu Höfðatúnsturnsins, fyrir innsiglingaljós Reykjavíkurhafnar, í Sjómannaskólanum. 

Skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar sagði mér, á fundi, að ekki væri hægt að byggja tiltekna gerð af svölum í mínu hverfi.

Af því að henni fannst þær ljótar, séð frá svölum ömmu hennar, úr næstu blokk. 

Þó að slíkar svalir væru á allan hátt hagkvæmari fyrir íbúanna, kom það málinu ekkert við. 

Hún ákvað hvað okkur þætti best.  Og lét setja það í deiliskipulag hvað sem tautaði og raulaði.   

Og einhver svipuð sjónarmið virðast gilda um grasbletti og bílastæði.  

Umhverfis íþróttamannvirkin í Laugardag er nægt landrými fyrir mesta mögulega bílafjölda sem þangað gæti komið.  

En skipulagsfræðingar hafa lært að allir eigi að búa í háhýsum í miðbænum.  Það er hagkvæmast.

Og almenningur eigi ekki að vera á einkabíl.  Heldur vera gangandi, eða í almenningsvögnum.

Þess vegna er óþarfi að gera bílastæði í stað grasbletta sem enginn notar.

Sjálfir eru þessir skipulagsfræðingar ekki, bíllausir í blokk, í miðbænum.  En við hin eigum að vera það. 

Í mínu ungdæmi hét þetta forræðishyggja og hún virðist ekkert á undanhaldi.  

Samt er þetta fólk ekki menntað austantjalds.  

Að þetta gæti verið menntahroki, öðru nafni heimska ?

 

 


mbl.is Er lögreglan of sektaglöð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Lögreglan gerir alltof Alltof Lítið af því að sekta lög-, og reglubrjóta. Fyrir utan hvað sektin er fáránlega lág.

Reykjavík er gífurlegur fjöldi bílastæða, en talið er að hver bíll í Reykjavík eigi í raun 3 stæði; við heimilið, við vinnustaðin og við verslun. M.ö.o. eiga borgarbúar ekki það marga bíla til þess að fylla öll stæði borgarinnar. Allt tal um skort á bílastæðum er því broslegt.

Ólafur Guðmundsson, 28.6.2011 kl. 15:16

2 Smámynd: The Critic

Ólafur Guðmundsson: Þetta er fáránleg einföldun hjá þér. 
Ef ég er að fara á tónleika í Laugardalshöll þá gagnast tóm stæði í Kringlunni mér ekki neitt, heldur ekki tóma stæðið fyrir utan heimili mitt. Auðvitað eiga að vera fleiri stæði en bílar, því þeir fara á milli staða. Þetta er "common sense".
Þessar sektir alveg nógu háar. Get ekki séð að fólki sé stofnað í hættu, né að það þrengi að umferð með því að lagt sé upp á stóra grasbletti eins og við Laugardalshöllina. Lögregglan á að sýna umbuðarlyndi svo ekki þurfi að fara í kostnaðarsamar framkvæmdir við gerð bílastæða.

Sektargleði lögregglunar er farin að virka fælandi á fólk, það sýndi sig á 17 júní hvað það var illa mætt niðrí bæ enda var búið að hóta sektum. Voða einfalt að segja fólki bara að labba eða taka strætó en þannig ganga hlutirnir ekki fyrir sig.
Ég hugsa mig tvisvar um áður en ég legg í það að far niðrí bæ á viðburði, það er betra að vera bara heima heldur en að fara niðrí bæ og fásekt.

The Critic, 28.6.2011 kl. 15:30

3 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

„The Critic“

Ég endurtek, allt tal um skort á bílastæðum er einfaldlega barnalegt og broslegt. Mikið svakalega tókstu skemmtileg dæmi vegna þess að ég bý við Laugardalinn og yfirleitt þegar mannfjöldi safnast saman í og við Laugardalshöll þá eru alltaf nóg af stæðum t.d. við Laugardalsvöllinn. Eða við Suðurlandsbraut. Það gefur auga leið að ef að fólk getur ekki gengið meira en þrjár fjórar bíllengdir þá er ekki til nóg af bílastæðum (við innganginn).

Eins er gaman að þú skulir minnast á 17. júní. Ég frétti nefnilega af fólki sem fór á sínum einkabíl og lagði í hálftómum bílastæðahúsum!!!

Þetta er einfaldlega hlægilegt.

Ólafur Guðmundsson, 28.6.2011 kl. 15:43

4 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Og til að bæta við, vitanlega á sektar„gleði“ lögreglunnar að virka fælandi á afbrotamennina.

Ólafur Guðmundsson, 28.6.2011 kl. 15:48

5 Smámynd: The Critic

bílastæðahúsin á 17 júní voru tóm einfaldlega af þeirri ástæðu að sektargleði lögreglunar er að virka, hún er farin að fæla fólk frá því að sækja atburði

The Critic, 28.6.2011 kl. 22:56

6 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Þetta er einfallt mál, ökumenn vildu frekar brjóta löginn heldur en leggja í þægilegum bílastæðahúsum. Auðvitað á að sekta svoleiðis lögbrjóta.

Ólafur Guðmundsson, 29.6.2011 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband