27.6.2011 | 21:28
Sama bragð í Garðabæ og innbrot allt í kring.
Þessi aðferð var einnig notuð í Lundahverfi í Garðabæ fyrir fáum árum.
Þar er gróður orðinn það mikill að oft sést ekki á milli húsa.
Frænka mín býr þarna í einni götunni, fór til dyra eldsnemma morguns á virkum degi.
Þar höfðu bankað upp á menn af erlendu þjóðerni sem buðu aðstoð við umhirðu húss og lóðar.
Frænka afþakkaði gott boð, en frétti svo sömu daga af innbrotafaraldri allt í kring um hús sitt.
Taka þarf vel eftir grunsamlegu fólki og skrifa hjá sér bílnúmer.
Ekki sakar að hringja strax í lögreglu.
Þar þekkja menn sitt fólk.
Einnig þarf að hafa í huga að stundum situr eitthvað af þjófunum á vakt.
Til dæmis á gatnamótum eða við göngustíg.
Sjáist líklegir húsráðendur eða lögregla hringir vaktmaðurinn í þá sem eru inni í húsinu og varar þá við.
Hér eru atvinnumenn á ferð sem eru búnir að undirbúa sig með því að athuga bíla og þessar háttar.
Bæði til að vita á hvaða bíl húseigendur eru og eins til að átta sig á því hvort þeir eru í fríi.
Nú er nágrannavarslan í algleymingi.
Varað við grunsamlegum heimsóknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ó þetta yndislega fjórfrelsi. Við þurfum absolútt að gera það hömlulaust sem fyrst. Annar kostur við hið frjálsa flæði og landamæraleysi er að fáum næg undirboð á vinnumarkaði frá þessu yndislega fólki, svo atvinnurekendur geti nú kýlt launin enn neðar. Það kemur svo vel út á Exel.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.6.2011 kl. 21:49
Nákvæmlega Jón Steinar.
Ekkert hata ameríkumenntaðir rekstrarmenn eins mikið, í rekstrarreikningnum, eins og laun.
Fari ræstingafólkið út af launaliðnum er skotið upp flugeldum á forstjóraskrifstofunni.
Og allt í lagi þó að ræstingarkostnaðurinn þrefaldist ef það heitir greitt til verktaka.
Og ekki spillir það fyrir gleðinni að vita að launamenn nýja ræstingaverktakans
er erlent verkafólk með mun lægri laun en gamla skúringarkonan þeirra.
Viggó Jörgensson, 28.6.2011 kl. 17:08
Burt með menn af erlendum uppruna frá Íslandi. Út úr Schengen. Við höfum ekkert við þetta að gera og erum fyrir löngu búin að fá nóg af þessu. Stjórnmálamenn og fjölmiðlarugludallar búnir að eyðileggja gamla lífið og öryggið okkar hér heima á Íslandi. :(
Alfreð K, 28.6.2011 kl. 18:21
Af hverju gerum við ekki eins og Svisslendingar. Ef útlendingur er tekinn fyrir afbrot þar í landi er hann umsvifalaust sendur úr landi og bannað að koma aftur.
Hildur (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 18:46
Heyr heyr
Alfreð og Hildur.
Viggó Jörgensson, 1.7.2011 kl. 00:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.