20.6.2011 | 20:51
Hvalurinn er að éta okkur til fátæktar.
Það þarf ekkert að að líta upp úr tölvunni til að átta sig á að fjölgun hvals setur stórt strik í reikninginn.
Gera þarf stórátak í að fækka í hvalastofnum við landið.
Nú þegar er hvalurinn vísast búinn að éta kríustofninn út á Guð og gaddinn.
Hvalastofninn er ekkert annað en meindýrahjörð.
Rétt eins og að hafa refahóp í fjárhúsum.
Friðun skilar ekki árangri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:52 | Facebook
Athugasemdir
Vissulega spila hvalir stórt hlutverk í vistkeðjunni en ef farið er yfir málin sést að fiskarnir sjálfir eru í aðalhlutverki og taka til sín mest af fæðunni og éta hverjir aðra. Stærð þorskstofnsins og aldurssamsetning hefur mest áhrif á vöxt og viðgang stofnsins.
Það er augljóst öllum sem vilja sjá að núverandi stefna að friða fisk sem ekki er að vaxa vegna fæðuskorts gengur ekki upp og þess vegna ber að auka veiðar.
Þetta eru líklega bestu fréttir þjóðarbúsins í háa herrans tíð þ.e. ef stjórnvöld bera gæfu til að lesa af skynsemi út úr rannsókninni.
Sigurjón Þórðarson, 21.6.2011 kl. 00:54
Þakka þér innlitið Sigujón.
Þarna er ekki línulegt samband á milli. Ég geri mér grein fyrir því.
En þetta er miklu stærra og flóknara en flestir gera sér grein fyrir.
Skíðishvalirnir er í samkeppni um átuna við smærri kvikindi sem t. d. rækja lifir á.
Og þar með taka skíðishvalirnir þátt í að minnka fæðustofna smærri fiska sem gengur svo upp alla fæðukeðjuna.
Tannhvalirnir eru svo þarna ofar í fæðukeðjunni og aféta minni og stærri fiska.
Viggó Jörgensson, 21.6.2011 kl. 14:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.