20.6.2011 | 20:43
Ein verðmætasta eign þjóðarinnar.
Sjúkrahúsin okkar og heilbrigðiskerfið eru meðal allra verðmætustu eigna þjóðarinnar.
Það má ekki gerast undir nokkrum kringumstæðum að sjúkrahúsin dragist aftur úr í tækjabúnaði.
Frekar ættum við að hafa tólf alþingismenn og fimm ráðherra.
Og leggja niður fjölda stofnanna t. d. Persónuvernd sem aðeins þvælist fyrir umbótaverkefnum t. d. á sviði lyfjaeftirlits og löggæslu.
Vanti sjúkrahúsin fjármagn til tækjakaupa þarf að hefja landssöfnunarátak.
Svo er rétt að fylgjast vel með ferðalögum alþingismanna og ráðherra í sumar.
Þar virðist aldrei skorta fé.
47 milljónir hjálpa mikið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.