Hækka lögræðisaldur aftur eða heimila sjálfkrafa sviptingu á lögræði fíkla.

Árum saman hefur heilbrigðisstarfsfólk bent á nauðsyn þess að sprautufíklar gætu fengið fríar sprautur og sprautunálar. 

En æðstu yfirvöld sváfu á verðinum að landsins venju.

Farsóttalög heimila yfirvöldum að hefta för smitbera.

Og neyða þá til að þiggja viðeigandi meðferð og sæta einangrun á meðan þeir eru smitandi. 

Auðljósir almannahagsmunir standa slíkum lagareglum að baki. 

Og nú er svo komið að þessi lagarök eiga einnig við fíkla sem bera HIV veiruna. 

Í framhaldi af slíkum umræðum vakna hugrenningar um meðferð fíkla á barnsaldri. 

Oft hafa foreldrar lýst því að þeir verði úrræðalausir þegar viðkomandi verða 18 ára og þar með lögráða. (Sjálfráða og fjárráða.)

Lagaúrræði vantar svo að yfirvöld geti tekið í taumanna gagnvart ungmennum undir 18 ára aldri, geri forráðamenn það ekki.

Sömuleiðis þarf lagaúrræði svo að yfirvöld geti sett fíkla yfir 18 ára aldri í fíkniefnameðferð svo lengi sem þarf.

Í núverandi löggjöf eru úrræði til að svipta menn sjálfræði í tvær vikur sem er allt of stuttur meðferðartími. 

Með dómsúrskurði er hægt að svipta menn lögræði, að hluta eða öllu, en það er frekar hugsað sem varanlegt úrræði. 

Nær væri að lög heimiluðu ráðherra að svipta fíkla sjálfræði, eða lögræði, til eins árs í senn og senda þá í meðferð.  

Löngu er tímabært að taka niður silkihanskanna í þessum málaflokki. 

Ríkisvaldið hefur allar nauðsynlegar valdheimildir, frá fólkinu í landinu, til að ná myndarlegum árangri á þessu sviði. 

Getur breytt lögum eins og þörf er á til að þjóðfélag okkar fljóti ekki að feigðarósi fíkniefna og glæpa. 

Og það ber yfirvöldum að gera.  Einnig með því að hefta för erlendra glæpamanna til landsins. 

En þá dugar auðvitað ekki að hafa liðneskjur við löggjafarstörfin. 

 

   


mbl.is Hætta talin á HIV-sprengju í þjóðfélaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef heyrt einhvern tala um að það séu notaðir "silkihanskar" í einhverju tengdu fíkniefnum hér á landi. :D

Við höfum hinsvegar aukið og aukið hörkuna og höfum uppskorið með því aukið ofbeldi og fleiri fíkla. Löngu orðið ljóst hér og allstaðar annarstaðar að það að taka harðar á málunum gerir ekkert annað en að auka glæpi og dauðsföll. Það að neyða einhvern í meðferð gerir nákvæmlega ekkert nema að láta þann aðila líða eins og dæmdum manni. Og hvert leitar hann þá við þá skömm? Væntanlega beint í dópið aftur enda samfélagið búið að segja nákvæmlega hvað því finnst um hann.

Jújú.. Þú getur tekið niður þessa silkihanska. Vertu þá bara viðbúinn að þurfa að vopna hvern einasta lögreglumann hér með vélbyssum vegna þess að það er nákvæmlega það sem mun gerast með þinni aðferð og reynsla ALLRA landa sýnir það.

Það er vitað nákvæmlega hvað þarf að gera til að koma fleiri fíklum í meðferð og aðstoða þá sem þurfa á hjálp að halda. Sannreynd aðferð í þessum flokki og hefur gefist vel. Því miður er það bara pólitískt sjálfsmorð að stinga upp á því vegna þess að fólki er bara einfaldlega sama um fíklana og börnin.

Jón Grétar (IP-tala skráð) 15.6.2011 kl. 16:45

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Vandinn kemur fyrir alvöru þegar HIV smitið er komið á ferð almennt séð og þá skipta fíklar litlu máli. Að svipta fólk lögræði er ansi stór svipting. Eigum við að hækka lögræði og sporna við kynlífi almennt séð?

Forvarnirnar og aðhaldið er það sem máli skiptir. Hreinar nálar, notkun smokka ofl. er það sem dugar og má alls ekki skera niður í forvarnarflokkunum. Svo er ekki bara HIV smitið sem er vandi, eiturlyfjasjúklingar er fólk í miklum vanda og þurfa heilmikla hjálp og leiðsögn frá fagfólki.

Ólafur Þórðarson, 15.6.2011 kl. 18:52

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Jón Grétar og þakka þér þessa athugasemd. 

Ég segi taka niður silkihanskanna. 

Þá á ég við að segja okkur úr Shengen.

Við eigum að ráða því sjálf hverjir koma til landsins.

Hér er ekki heimboð fyrir glæpamenn til að markaðssetja dóp til barna okkar og ungmenna. 

Í fyrsta lagi eiga vafasamir aðilar ekki að komast upp í flugvél sem á leið hingað til lands.

Í öðru lagi eiga þeir að fara með sömu vél til baka. 

Í þriðja lagti á að reka umsvifalaust alla úr landi við minnstra grun um að þeir stundi hér afbrot.

Hér er allt mannréttindaregluverkið komið út fyrir öll mörk.  

Það eru ekki mannréttindi útlendinga að fá að stunda afbrot hérlendis. 

Í fjórða lagi á að reka dæmda afbrotamenn umsvifalaust úr landi, að afplánun lokinni, 

með ævilöngu endurkomubanni. 

Í fimmta lagi eiga öll ungmenni að fara í meðferð við fíkniefnineyslu, hvað sem hver segir. 

Og það aftur og aftur og aftur þar til þau eru laus við fíknina. 

Og hluti af slíkri meðferð sé auðvitað að koma fólki í eitthvað nám, starfsþjálfun

eða það sem þarf þannig að viðkomandi geti fengið vinnu við sitt hæfi. 

Hér þarf ekkert að vopna lögreglumenn frekar ef við hættum að hleypa hingað glæpalýð

frá Austur Evrópu og rekum burt þá sem þegar eru komnir. 

Hér eiga aðstæður ósköp einfaldlega að vera þannig að skipuleg glæpastarfssemi þrífist ekki.  

Og þar er ég sammála þér að þjóðfélag okkar þarf að snúast meira um fólkið

en ekki þau óþverafræði sem pörupiltar lærðu í Ameríku.  

Hvaða aðferð ertu að annars að tala um sem ekki má minnast á?

Viggó Jörgensson, 15.6.2011 kl. 18:58

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Veffari.

Ég er aðeins að tala um sviptingu á meðan viðkomandi er að losna við fíkn sína.

Viggó Jörgensson, 15.6.2011 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband