Áróðursstíð - Enn á eftir að velja kviðdóminn.

Trial jury eða kviðdómur metur sannaða sök eða sýknu í refsimálum í Bandaríkjunum.

Í kviðdóminn veljast venjulegir borgarar, enda þegnskylda að taka sæti í kviðdómi. 

Eftir að þeir setjast í kviðdóminn mega þeir ekki horfa á fréttir um það mál sem þeir eiga að dæma í. 

Þeir mega heldur ekki ræða það við neinn óviðkomandi utan réttarins.

En núna eru væntanlegir kviðdómendur enn að hlusta og horfa á fréttir af málinu.

Þess vegna komu saksóknarar því að við fyrirtöku málsins að einhverjar aðrar konur kæmu kannski og kærðu og nefndu málið frá Mexicó. 

Með þessu er verið að koma því á framfæri að karlinn sé alþekktur af áreitni og harðskeyttum mökunartilraunum.

Svo hefur lögreglan lekið því að sæði hafi fundist á vinnuklæðnaði þernunar.  

Til að koma því á framfæri að kynferðislegt athæfi hafi farið fram.

Og sama leik fara þá lögmenn DSK í og árétta að sæði sanni ekkert um að mökin hafi ekki verið samþykkt af báðum aðilum. 

Lögmennirnir koma því svona að, að þeir hafi töluvert af gögnum sem dragi verulega úr vægi framburðar hótelþernunar frá Gíneu.   

Enginn má birta neitt fyrr en við réttarhaldið en báðir eiga að senda gangaðilanum öll sín gögn til kynningar. 

Lögmenn DSK láta það heita að þeir séu að kvarta yfir leka við yfirsaksóknarann og biðja hann að hraða öllum gögnum til sín.   Og koma því í fréttir að þessi þerna sé nú kannski ekki svo merkileg.

Og við lesendur ályktum. Já kona með fortíð.  Kannski vændiskona í Gíneú?

Saksóknarinn lofar auðvitað bót og betrun með lekann en heimtar upplýsingar um fórnarlambið sem vörnin hafi. 

Og allt er þetta leikrit áður en kviðdómendur hafa verið valdir og þeir fylgjast með þessum fréttum. 

Væri sterkt ef verjendur létu það leka að þernan hefði verið vændiskona heima í Gíneu, þekkt fyrir kæra þá sem ekki vildu greiða bónus.

Yfirsaksóknarinn var að tapa stórfrægu máli í New York þar sem tveir lögregumenn voru sýknaðir af að hafa nauðgað ungri konu sem var undir áhrifum eiturefna. 

Margir telja þá augljóslega seka en fórnarlambið svo lélegt vitni að ekki hægt sé hægt að sakfella tvo lögreglumenn út af framburði svoleiðis dópista.  

Saksóknarinn sem er kosinn af almenningi á því mikið undir, að ná fram sakfellingu í DSK málinu.

Rannsóknarfyrirtæki rannsakar nú konuna allt frá fæðingu í Gíneú og einnig eftir að hún kom til Bandaríkjanna.

Finni þeir minnsta vott um að hún hafi selt sig, svindlað, logið eða eitthvað ólöglegt. 

Eða að þessi "bróðir" hennar  rekstrarstjórinn á matsöluhúsi í New York, sé eitthvað vafasamur í viðskiptum.

Eða að þeir finni einhverjar óútskýranlegar peningagreiðslur.

Þá er DSK líklega laus af króknum.  Minnsti vafi á að leiða til sýknu.

Svo fremi sem þær frönsku neiti að mæta fyrir rétt í NY og að þessi í Mexicó finnist ekki. 

Kviðdómurinn má ekkert taka mark á sögusögnum, aðeins því sem fært er fyrir réttinn, staðreyndir skv. gögnum eða mati á framburði vitna.  

Hér sést vel hversu gallað réttarkerfið er í Bandaríkjunum.  

Þeir sem eiga peninga geta ráðið sér rannsóknarmenn og frábæra lögmenn sem eru sérfræðingar í að spila á tilfinningar kviðdómenda.

Þessi ESB sápa heldur svo áfram.

Nú nýlega kom út merkileg skýrsla hjá Evrópuþinginu um stórkostlega mútuþægni þar.

Við fylgjumst spennt með spillingunni í ESB hvernig herrarnir haga sér þar.  

 


mbl.is Segjast hafa nýjar upplýsingar um þernuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband