26.5.2011 | 16:41
Nema kannski að hlaupa með peninganna.
Eins og þeir gerðu í Húsasmiðjunni.
Lífeyrissjóðirnir, þ. e. fólkið í landinu situr uppi með tapið.
Þarna eru engir snillingar á ferð.
Heldur svokallaðir innrásarvíkingar.
Innrásar- og útrásarvíkingar, lærðu í Bandaríkjunum, þau fræði sem komu heilu hagkerfunum á kaldan klaka.
Slíka leiðtoga vantar þjóðina ekki hvorki í stjórnmál eða atvinnulíf.
Það mættu fulltrúar vinnandi fólks í lífeyrissjóðunum athuga.
Einu sinni hét þetta einfaldlega að vera óheiðarlegur eða eitthvað verra.
En það var fyrir siðrofið hérlendis.
Siðblindir kalla það fjármálaverkfræði eða eitthvað fínna.
Siðrofsmenn kalla sig fjárfesta og það er reyndar rétt hjá þeim.
Þeir festa hönd á annara fé.
Breyta ekki rekstri Haga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:00 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.