Ákærukviðdómur ætlar að ákæra.

"Grand jury" eða ákærukviðdómur getur ákveðið að gefa út ákæru eða ákveðið að gera það ekki og þá er viðkomandi máli lokið.

Saksóknari verður að færa fram sannanir og flytja sín rök fyrir útgáfu ákæru, fyrir ákærukviðdómi í refsimálum í BNA.

Þar mæta einnig verjendur og reyna að fá ákærukviðdóminn til að fella málið niður. 

Í ákærukviðdómi ræður einfaldur meirihluti.  Að minnsta kosti 12 af 23 ákærukviðdómendum verða að standa að niðurstöðu.

Ákærukviðdómur getur framkvæmt frekari rannsókn á sínum vegum, áður en hann ákveður hvort ákæra eigi eða ekki, með því að kalla fyrir sig vitni, önnur en þau sem saksóknari og verjandi kveðja til.   

Saksóknari og lögregla hafa ekkert yfir ákærukviðdómi að segja. Hann er hluti af dómstólnum sjálfum og metur sjálfstætt hvort gefa eigi út ákæru eða ekki, á grundvelli sönnunargagna og framburði vitna. 

Saksóknari framkvæmir hins vegar saksóknina ákveði ákærukviðdómur að ákært sé  í viðkomandi máli. 

Þar með geta saksóknarar samið um refsingu við þann ákærða.

Það er þá gert í réttarhaldi með dómara, saksóknara og verjanda.  

Mjög lítill hluti refsimála er útkljáður í formlegu réttarhaldi með kviðdómi.  

Fari refsimál fyrir rétt, er sök eða sakleysi metið af kviðdómi, "trial jury" oft stytt í "jury".    

Þar verður niðurstaðan að vera samhljóða þannig að enginn kviðdómenda kjósi á móti niðurstöðunni.   

 


mbl.is Strauss-Kahn sleppt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ætli fangaverðirnir hafi bara ekki gefist upp á áreitninni í honum ha ha ha.

valgeir einar ásbjörnsson (IP-tala skráð) 19.5.2011 kl. 21:11

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Eiga spilling, auður og völd að ráða áfram "réttar"-kerfi heimsins?

 Nú er bara komið að uppgjörinu í óréttlætis og misréttar-kerfi heimsins!

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.5.2011 kl. 21:14

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk fyrir þessa greinargóðu lýsingu á bandaríska dómskerfinu. Vona að ég þurfi aldrei á þessari þekkingu að halda.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.5.2011 kl. 21:28

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakkir fyrir innlitið.

Guðmundur þetta er aðeins reykurinn af réttunum.

Bandaríska réttarkerfið er ótrúlega flókið. 

Viggó Jörgensson, 19.5.2011 kl. 22:22

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Bandaríska "réttarkerfið" er beintengt heims-mafíustýrða "réttarkerfinu" óréttláta! Og það versta er að sumir trúa ennþá á, að réttlæti stjórni samtvinnaða svika-dómskerfi heimsins! Þrátt fyrir öll bankaránin og svikin á síðustu öld?

Obama á mikið og erfitt verk fyrir höndum, og honum er vel trúandi til allra góðra breytinga til hins betra! Hann mun standa sig vel eins og Nelson Mandela.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.5.2011 kl. 23:05

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég held að Obama afreki ekki neitt til að breyta núverandi valdakerfi. 

Hann var annar af tveimur þingmönnum í Öldungadeildinni sem ætlaði að sækja að skattaskjólum heimsins.

Svo varð hann forseti og ákvað að svæfa málið.

Þeir sem eiga peninga í skattaskjólunum borguðu bara það mikið í kosningasjóðinn hans.  

Viggó Jörgensson, 20.5.2011 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband