17.5.2011 | 23:28
Meðferð fanga til skammar
Bandaríkjamenn geta vissulega skammast sín fyrir meðferð sína á föngum.
Maður sem hefur ekki einu sinni verið dæmdur sekur.
Ekki það að ég efist um að hann sé sekur.
En meðferðin þarna í fangelsinu er hörmuleg.
Þrjár heimsóknir á viku! Úr klefanum í klukkustund á dag!
Ekki í eigin fötum.
Það vantar bara að fangarnir séu krúnurakaðir líka.
Ekki skrítið að menn séu í sjálfsmorðshættu.
Venjulegt og bráðsaklaust fólk yrði fljótt í sjálfsmorðshættu af svona meðferð.
Fall DSK er hins vegar geysilega hátt.
Einn valdamesti maður heims á einum sólarhring kominn í vist sem dýraverndunarsinnar segja ekki bjóðandi nær heilalausu hænsnfé.
Ótrúlega forheimskt þjóðfélag Bandaríki Norður Ameríku.
Vaktaður sérstaklega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Svona Tugthús þurfum við hért.....
Vilhjálmur Stefánsson, 17.5.2011 kl. 23:41
Já þú segir það Viggó, ég held að fangar hér á Landi megi ekki fá heimsóknir nema 1 sinni í viku án þess að ég viti það alveg, og hef reyndar ekki hugmynd um hvernig útivistartími fanga er hér á Landi en ætli það sé mikið meira en þetta...
Ég hef reyndar aldrei setið í fangelsi sjálf, en þér að segja þá fá fangar ekki vorkun hjá mér einfaldlega vegna þess að þeir eru sjálfir búnir að skapa sér þá stöðu sem gerði það að í fangelsi eru þeir komnir þegar svo ber undir...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 17.5.2011 kl. 23:51
"Ótrúlega forheimskt þjóðfélag Bandaríki Norður Ameríku"
Varla geta verið margir sem ekki eru löngu búnir að átta sig á þessari staðreynd.
http://www.youtube.com/watch?v=MZEH2SVUNVc
Það var vit í þessum sem sagði: "Tony Blair is an actor".
Hörður Þórðarson, 18.5.2011 kl. 00:52
Hef aldrei komið inn í fangaklefa heldur Ingibjörg.
Ef við erum að tala um fólk sem kemur aftur út úr fangelsinu.
Þá þarf að taka afstöðu til nokkurra álitamála.
Á fanginn að koma betri maður út úr fangelsinu ef það er hægt?
Á hann að koma út aftur í sama ástandi og fara beint aftur í afbrotin?
Á fanginn að koma út alveg steiktur og eldheitur hatursmaður þjóðfélagsins, mörgum sinnum verri en hann var?
Mér sýnist meðferð fanga þarna á Rikers eyju stefna að síðasta möguleikanum.
Hvað sem fanginn gerði af sér getur ekki verið til bóta að svipta hann mennskunni.
Að minnsta kosti ekki ef það á að sleppa honum út aftur.
Sé það ekki meiningin að sleppa fanganum út aftur. Væntanlega út af því að hann er óþvera skepna t. d. fjöldamorðingi.
Þá vaknar spurningin um við verðum ekki verri en hann sjálfur þegar við meðhöndlum hann.
Þegar ég hneykslast á heimsóknartímanum þá er ég að tala um ódæmdan mann
sem þarf á mikilli aðstoð að halda til að halda sjó og undirbúa sig fyrir vörn sína.
Þó að dæmdir menn hérlendis fái kannski ekki nema eina heimsókn á viku.
Þá eru þeir ekki læstir inn í klefa 23 tíma á sólarhring án aðgangs að t. d. fjölmiðlum.
Nema DSK sé í gæsluvarðhaldi. Er hann það? Getur hann spillt sakargögnum?
Hann er ábyggilega svín en við hin megum ekki sjálf breytast í svín, að breyttu breytanda.
Við getum ekki dæmt einhvern með vanþóknun fyrir vonda framkomu ef við komum svo sambærilega fram við þann dæmda.
Viggó Jörgensson, 18.5.2011 kl. 01:16
Þakka þér innlitið Hörður og sendinguna.
Jú þeir eru ótrúlega margir sem trúa á Ameríku Hörður. Þriðji heimurinn allur virðist dreyma um að komast til Ameríku.
Meira að segja fjöldi Íslendinga heldur að allt sé best þar.
Þar er ekkert best nema hluti af vísindastarfi, skólum, og ýmis hámenning, dans, söngur, ballett og tónlistarflutningur.
Skoða myndskeiðið við tækifæri.
Viggó Jörgensson, 18.5.2011 kl. 01:20
Þriðji heimurinn allur virðist dreyma um að komast til Ameríku
Ekki lengur, nú er svo komið að meira af peningum er sent frá Mexíkó til fátækra ættingja í Bandaríkjunum, en áður var það á hinn veginn.
Guðmundur Ásgeirsson, 18.5.2011 kl. 03:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.