17.5.2011 | 16:55
Málið versnar bara.
Miðað við það sem félagar DSK í franska Sósialistaflokknum og franskir blaðamenn segja.
Þá er ljóst að maðurinn er ekkert annað en kynferðisglæpamaður.
Augljóslega stíga þá fleiri konur fram og segja frá samskiptum sínum við hann.
DSK hefði frekar átt að bjóða bandarísku konunni miskabætur.
Segjast hafa gleymt að taka lyfin sín. Biðjast afsökunar og koma með læknisvottorð.
Fá konuna til að draga kæruna til baka. Bjóðast til að fara í kynlífs- eða ofbeldismeðferð.
Myndi virka betur en lygar og meiri lygar. Það er ekki góð hugmynd að koma með ljúgvitni og fremja meinsæri í BNA s. s. upplogna fjarvistarsönnun.
Lögreglumenn segjast hafa vídeómynd þar sem DSK fer af hótelinu eftir hinn kærða atburð.
Þar er allt í tölvunni. Leigubílar, myndavélar, greiðslukort, matarafgreiðslur og pantanir.
Það er vonlaust verk að skálda upp að hann hafi verið á veitingahúsi með dóttur sinni á sama tíma.
Það er örlítill möguleiki að einhverjir hafi keypt bandarísku konuna til að kæra DSK en hann er mjög ósennilegur.
DSK sagði tveimur frönskum blaðamönnum, fyrir viku, að helstu vandræði sín vegna forsetaframboðs væru peningar, konur og að hann væri gyðingur.
DSK nefndi sérstaklega ef konu yrði boðin hálf eða heil miljón evra fyrir að segjast hafa verið nauðgað af honum í bíl á bílastæði.
Andstæðingum hans væri sem sagt trúandi til að setja upp svona sögusýningu.
Miklu trúlegra er að DSK hafi hreinlega átt von á að einhver svívirta konan kæmi nú fram. Og þá væri hans saga sem sagt þegar tilbúin:
Þetta væri leiguhóra með lygasögu til að rægja hann.
Svona höfðingjar hafa í mörg horn að líta. Stjórna heiminum. Áreita allt kvenkyns yfir daginn. Undirbúa forsetaframboð.
Hitta þjóðhöfðingja. Undirbúa móttöku á kærum og skyndilega í steininum.
Og kosningabaráttan er ekki einu sinni byrjuð.
Og svo á að opna á ljúgvitni og meinsæri.
Það er fjör á toppnum hjá Frökkunum og vel skiljanlegt að ekki megi segja frá nema broti af hverri sögu.
------------------------------------------------------------
Franska þjóðin þarf nú áfallahjálp.
Sumir eru í afneitun og tala um samsæri.
Aðrir eru í afneitun og taka þjóðrembuna á málið; árás og franska siði og venjur. Þeir sem eru ekki í afneitun eru samt miður sín þar sem þeir hafa verið meðvirkir í þöggun.
Að ekkert hafi lagast í kynferðislegri kúgun frá því á átjándu öld.
Sá sem sé nógu hátt settur megi draga lægra settar konur á tálar og það eigi að þagga niður. Svínarí forseta, ráðherra, þingmanna og höfðingja eigi að þagga niður.
Frönskum útgefendum og ritstjórum líður ekki sem best þessa daganna. Þeir hafa stýrt þögguninni. Og af hverju skyldi það nú vera?
Það stóð jafnvel til að kjósa DSK sem forseta Frakklands.
Og það þótt allir vissu að hann væri persónuleikabrenglaður í samskiptum sínum við konur. Væri með kynferðislega óra á heilanum og nýtti öll sín ráð og völd til að fá sitt fram.
Hvort sem maðurinn fæddist siðblindur eða ekki.
Þá hefur hann varla haft gott af uppeldinu í Marokkó þar sem svartar lágstéttarkonur eru lægra settar en geiturnar sem þar má sjá á beit.
Teljast ekki til mannfélagsins, geta ekki einu sinni fengið vegabréf þar sem þær eru ekki til á skrá, eiga ekki neitt eða rétt á neinu.
Og var auðvitað miklu verra þegar DSK var ungur. Má nærri geta hvað þýðir fyrir slíkar ólæsar konur að kæra hvítan yfirstéttarpilt frá nýlenduríki.
Taka þarf samt fram að þegar DSK var 11 ára flutti fjölskylda hans yfir Miðjarðarhafið til Mónaco.
----------------------------------------------
Nú þegar vitum við um Piroska Nagy hagfræðing hjá IMF sem DSK neyddi til kynferðismaka í janúar 2008.
Hún sagðist ekki hafa átt neina möguleika aðra en að leyfa forstjóranum að nota sig kynferðislega og að hann gæti alls ekki átt eðlileg samskipti við konur og hvað þá þær sem væru undir hann settar í vinnu.
Þá er það leikkonan sem vill ekki láta nafn síns getið. Hún segir að DSK hafi verið eins og górillu þegar hann bauð henni inn í íbúð í París.
Tristane Banon, rithöfundur ætlar að kæra DSK fyrir tilraun til nauðgunar árið 2002 þegar hún reyndi að taka við hann blaðaviðtal. Lýsti honum eins og simpansa um fengitímann.
Svo er það þessi hótelþerna í New York 32 ára gömul þeldökk og liðleg. Nakinn stökk DSK á hana og reyndi að nauðga í rúmi en þegar það tókst ekki dró hann hana inn á bað og reyndi að fá hana til munnmaka. Þá var hann búinn að læsa herberginu.
Oral og anal er nefnt í kærunni, þar sem segir að tvisvar hafi DSK náð að þröngva lim sínum upp í munn konunnar, en anal atriðinu er sem betur fer ekki lýst nánar.
Konan fékk taugaáfall. Henni er lýst sem óaðfinnanlegum starfsmanni sem aldrei hafi lent upp á kannt við neinn. Líklega þess vegna sem hótelstarfsfólk og lögregla tók strax fullt mark á frásögn hennar.
Í dag höfum við svo fengið upplýst að nær engin frönsk blaðakona tekur viðtal við DSK nema í traustri fylgd.
Þingkona sósíalista upplýsir að hún geri ráðstafanir til að lenda aldrei ein í lokuðu rými með DSK.
Á næstu dögum og vikum koma svo fleiri sögur af þessum kvennaníðingi.
Með fjarvistarsönnun? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.5.2011 kl. 13:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.