Dalmatían er á lista yfir hættulegustu hundategundir.

Ekki sjálfgefið að þessi tegund sé leyfð hérlendis. 

Svona gat þessi hundur farið með fullorðna konu og það þó að eigandinn væri viðstaddur. 

Mildi að hundurinn beit konuna ekki í hálsinn.  

Hundinn á að sjálfsögðu að aflífa - ekkert sem þarf að ræða.  


mbl.is Hundur beit bréfbera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg sammála,  einnig er orðið mjög áberandi að sjá lausa hunda hvar sem maður er einnig í Reykjavík og gildir einu hvort maður er á viðurkenndum útivistarsvæðum eða nálægt íbúðarhúsum og er til skammar.  Spurning hvort ekki þurfi að herða reglur allra hundaeiganda og fylgjast betur með skráningum þeirra osfr. Viðurlög gagnvart svona brotum verða að vera skýrari en eru. Það er algerlega óþolandi að þolandinn þurfi að sitja með ábyrgðina og oft þorir fólk ekki að kæra af ótta við fjölmiðlafár sem fylgja í kjölfarið af oftækisfullum hundaeigendum !

guðrún (IP-tala skráð) 16.5.2011 kl. 20:31

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæl Guðrún og þakka þér innleggið.  

Svo má ekki gleyma þeim sem eru mjög hræddir við hunda og þeim sem eru með ofnæmi. 

Viggó Jörgensson, 16.5.2011 kl. 22:49

3 identicon

Hef oft verið vitni af því, þar sem póstberi leikur sér að stríða hundi með póstinum í gegnum lúgu.

Því miður halda margir hundar, þá helst varðhundar í eðli, að póstberar eru óvelkomnir. Því að þeir ganga upp að dyrum og fikta í húsi eigandans, án þess að fá leyfi húsbóndans, eða heilsar hundinum. Þá heldur hundurinn að hann sé óvelkominn, og heldur að hann sé að hjálpa húsbóndanum með því að ógna bréfberanum. En flestir hundar einungis ógna, ræðst ekki á. Erfitt er að venja svona hunda af þessu, EN það er hægt. T.d. með því að venja hann á að póstur komi i gegnum lúguna með nokkrum háttum og fl.

Þessi hundur hefur greinilega einhverja nöp við bréfbera, eða einungis þessa konu. Hundar muna vel ákveðna lykt, og hluti, og þeir gleyma alls ekki ef eitthvað eða einhver hefur ógnað honum eða strítt. Og þá panica þeir. Maður fær líklega aldrei að vita hvort bréfberinn hafi átt einhverja sök. Og oft er það þannig, að ef að hundur bítur, þá er hann aflífaður. Ég hef oft verið sammála því, EN fyrst vil maður fá að vita, áður en það er gert, gerði hundurinn það að tilefnislausu? Hefur aðilinn gert eitthvað við hundinn? og svo framvegis.

Rannsóknir hafa sýnt (fleiri heldur en færri) að oftast er ástæða afhverju hundurinn glefsaði eða beit. Aðilinn hefur ógnað, strítt, eða meitt hundinn áður eða rétt áður en aðilinn var bitinn.

En maður fær líklega aldrei að vita það í þess tilviki..

Að mínu mati, á að koma frétt frá bæði eiganda og fórnalambi (eða aðstendendum hans).

P.S. Hundar eiga alltaf að vera í bandi þar sem skylda er. OG ALDREI Í BANDI FYRIR UTAN HÚS! Maður veit aldrei hver kemur og fer að atast í hundinum.

kv.

Hundaeigandi

Þrostur (IP-tala skráð) 17.5.2011 kl. 03:27

4 identicon

Dalmatian eru yfirleitt skapgóðir hundar með góða geðheilsu, ég þekki einn slíkann og hann er mjög góður. Það eru tvær hliðar á öllum málum og það þarf að skoða hvort blaðberinn hafi gert eitthvað til þess að styggja hundinn eða slíkt, því þá er komin ástæða fyrir þessu. Megum ekki alltaf dæma hundinn strax.

Ekki sjálfgefið að þessi tegund sé leyfð á íslandi? ég vil fá að vita hvað þú meinar með þessu og hvernig þú myndir taka á því að banna hana, því ég hef séð blogg eftir þig þar sem þú rakkar niður tegundir eins og Rottweiler og Dobermann þegar mig sýnist þú aldrei hafa umgengist hund á þinni ævi né að þú vitir eitthvað um hvað þú ert að tala þegar þú ferð ofan í þá sálma að vilja banna hitt og þetta bara einfaldlega af þér líkar það ekki.

Pétur (IP-tala skráð) 17.5.2011 kl. 12:07

5 identicon

Væri gjarnan til í að sjá þennan lista sem þú segist vera með.. Hefuru einhverntímann íhugað að 'hættulegir' ættu frekar að vera 'varðhundar'?

Dalmatíuhundar eru með óneitanlega gott varðeðli og þeir fýla ekki að það sé verið að labba inn á þeirra lóð ef þú ert ókunnugur, það myndi ég skilgreina sem varðeðli en ekki hættu.. þú átt aldrei að nálgast hund af sama hvaða tegund hann er ef þú þekkir hann ekkert og sérstaklega ef hann er inni í sínum eigin garði (ekki myndir þú vilja að einhver ókunnugur myndi labba í gegn um garðinn þinn) hundurinn vill það ekkert frekar, en tekur að sjálfsögðu til annarra ráðstafana en að tala þar sem dýr eru ekki fær um að tjá sig með orðum, einungis hljóðum eða hreyfingum.

Löngu orðinn þreyttur á því að heyra einhvern segja að hann vilji banna eitthvað sem honum líkar ekki..

Pétur (IP-tala skráð) 17.5.2011 kl. 12:14

6 identicon

Mjög sammála Pétri. Talað úr mínum eigin munni.

Dalmatían er náttúrulega með varðeðlið.. Eigendur verða að þjálfa hundinn rétt upp, síðan er auðvitað skapgerðin sem skiptir líka máli.. En ef að hann er þjálfaður upp frá hvolpi, þá á þetta ekki vera neitt vandamál, með þolinmæði og tíma.

Rétt með ókunnugan, ég myndi frekar verða skrítinn, ef að ég er að vinna í garðinum eða slaka á, og allt í einu nálgast ókunnugur sem gengur inn í garðinn og stendur kannski yfir manni.. heh..

Þrostur (IP-tala skráð) 17.5.2011 kl. 13:31

7 identicon

7.gr samþykkta um hundahald í Mosfellsbæ, samþykktar í Umhverfisráðuneyti 8.júní 1998. og eru þær í fullu gildi og byrtar á heimasíðu Mosfellbæjar;

Hafi eigandi ástæðu til að ætla að hundur hans sé grimmur eða varasamur skal hann sjá til þess að hundur hans sé ávallt mýldur utan heimilis síns.  Hafi hundur bitið mann og/eða er hættulegur getur dýraeftirlitsmaður í samráði við heilbrigðisfulltrúa tekið ákvörðun um að hundur verði aflífaður þegar í stað.  Óski hundaeigandi þess er heimilt að leita álits héraðsdýralæknis áður en ákvörðun um aflífun er tekin.

Nú er einfaldlega spurt, hvers vegna krefst dýraeftirlitsmaður Mosfelssbæjar þess ekki að hundurinn verði aflífaður.

Kjartan (IP-tala skráð) 17.5.2011 kl. 13:51

8 identicon

Sæll Viggó,

þú ert á mínum lista yfir þá sem ættu að hætta að tjá sig um hunda

Að banna hitt og þetta er engin lausn. Betra væri að auka þekkingu landsmanna (sérstaklega hundaeigenda!) á hundum og þeirra hegðun og þörfum. Þeir sem ætla að fá sér hund ættu að vera skyldaðir til að kynna sér tegundina vel áður.

Það er og verður áhugavert að sjá mismunandi viðbrögð yfirvalda við þessum tveimur "hundaárásum" uppá síðkastið. Mjög ólík mál reyndar. Hveragerðis-Rottweilerinn gerði ekkert rangt af sér (!), en Mosó-Dalmatíuhundurinn virðist vera hið mesta óargadýr (rífur sig burt frá eigandanum osfrv.). Ég tek þó fram að ég vil endilega heyra báðar hliðar þessa máls, fjölmiðlar halda sig oftast bara við "einföldustu" útgáfuna.

Valgeir (IP-tala skráð) 17.5.2011 kl. 14:21

9 identicon

Það á að banna hundeigendur að mínu mati...stórhættulegt fólk...alla vegna að múlbinda það....rís uppá afturfæturna þegar skammast er útí hunda...Lúkasarmálið kemur upp í huga mér....

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 17.5.2011 kl. 14:52

10 identicon

Aðeins smáviðbót við hugleiðingar mínar frá i gær. Mér er ekki ílla við hunda eða önnur dýr, en ég er hinsvegar frekar hrædd við hunda og hef verið frá því ég var barn en hef verið smá-saman að yfirstíga það og tekist bærilega. Ég hef farið með hunda í göngutúra og þá m.a. í Danmörku þar sem ég mætti aðeins hundum í bandi og fólki með plastpoka sem þreif hundaskít eftir hundana sína.   Þegar ég er t.d. á göngu  hér í Reykjavík og þá víðsvegar í borginni eða hjólandi mæti ég mörgum hundum óbeisluðum  með eigendum sínum.   Ég er ekki viljandi að ganga yfir á neina eignarlóðir eða inn á aðra garða en minn eiginn,  en ég er að tala um almenningsgarða , göngustíga hér og þar um bæinn og núna síðast í gær mættu mér 3 hundar sem komu hlaupandi úr garði eiganda síns töluvert frá göngustígnum þar sem ég gekk á  og fyrir þá sem ekki þekkja til hræðslu gagnvart hundum  að þá get ég upplýst fólk að fyrir mér var það mjög skelfileg tilfinning, þessir hundar komu geltandi að mér og var mér ekki farið að litast á blikuna en þá flautaði eigandinn á þá og fóru þeir þá en þetta vill maður ekki lenda í og á ekki að lenda í . Ég vil bara fá að vera í friði í minni borg fyrir hundaeigendum sem koma svona fram við aðra, einnig er áberandi hundaskítur um alla borg og held ég og fullyrði að það eru margir hundaeigendur sem ekkert hafa með hunda að gera eða önnur dýr. Því miður bitnar kannski sú umræða á minnihlutanum sem virkilega kunna með hunda að fara,  aga þá eins og á að gera, þrifa eftir þá, hafa þá í bandi innan um almenning osfr.

guðrún (IP-tala skráð) 17.5.2011 kl. 17:22

11 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já þetta er svona spurning hvort þjóðfélagið er mannfélag.

Mannfélag þar sem maðurinn og börn hans séu númer eitt.

Eða er þetta þjóðfélag þar sem hundar eru jafnsettir manninum eða jafnvel æðri en hann.

Þessi krafa hundaeigenda að allir menn, börn og óvitar séu sérfróðir um hunda.

Á hún rétt á sér?

Á óviti sem er nýbúinn að læra að skríða að vita að ekki má klappa ókunnum hundi? bundnum hundi?

Á óvitinn að vita að hann megi ekki skoða neitt sem hundur er með?

Eiga öll börn og fullorðnir að vita meira um hunda en um t. d. umferðarreglurnar?

Þannig finnst mér margir hundaeigendur tala og finnst sjálfsagt mál að fólk geri. 

Óvitinn, barnið eða hinn fullorðni var að brjóta einhverjar reglur á hundinum sem enginn þekki kannski nema eigendur þeirrar hundategundar?

Og hundaeigendurnir verða stórhneykslaðir. 

Hverjir eiga meiri rétt í mannfélaginu, fólk eða dýr?

Hvort er rétthærra að óvitinn kunni hundameðferðarfræðin öll eða að það séu engir hundar hættulegir óvitanum?

Ég hef verið innan um hunda í hálfa öld. 

Og eigendur þeirra hunda hafa gert allar kröfurnar til sjálfra sín.  Engar kröfur til annarra.

Einfaldlega alið sína hunda upp sem hund. 

Hann sé algerlega réttlaus að öllu leyti þegar kemur að börnum eða fólki.

Og gildi einu hvaða fólk það er eða hvar hundurinn sé staddur. 

Hundurinn megi gelta þegar ókunnugir koma en hætti því svo strax og heimafólk skipar.

Og hundur sem getur ekki farið eftir þessum einföldu reglum er dauður hundur. 

Og hvað er svona flókið?

Ef þetta þarf að vera eitthvað flóknara en þetta á bara ekkert að vera með slíka hunda og málð er afgreitt.  

Viggó Jörgensson, 18.5.2011 kl. 01:47

12 Smámynd: Viggó Jörgensson

Fyrst er það Bitt Pull sem er bannaður og á að vera bannaður.  Hann drepur flest fólk.   

Viggó Jörgensson, 18.5.2011 kl. 02:11

13 identicon

Síðan hvenær er óviti sem er nýbúinn að læra að skríða að gera úti einn að klappa ókunnugum hundi? Ekki man ég eftir tilfelli... og ekki man ég eftir tilfelli öðru en þessu sem Dalmatian hefur átt í hlut þegar verið er að tala um árás. Og það er enginn að tala um að setja hundinn í sama stall og manninn, hvernig færðu það út?

Held bara að þú vitir jafn mikið um hunda og langa-amma mín.

Og þú talar um að þú hafir umgengist hunda í hálfa öld, skil ekki hvernig þú getur þá verið svona fáfróður og kennt tegundinni um en ekki tilfellinu, né eigandanum né tekið tillit til aðstæðna þegar umrædd árás átti sér stað. Ef þú elur þinn hund upp rétt, af sama hvaða tegund hann er, ætti hann að vera góður. Hundar geta klikkast eins og mannfólk, hversu oft heyriru um einhvern brjálæðing sem er berjandi konuna sína eða ölvaðann ökuníðing sem keyrir niður gangandi vegfaranda? Amk nokkuð oftar heldur en árásir þessara 'grimmu' dalmatíu hunda eða hunda yfir höfuð.


Pit bull geta verið mjög blíðir, en upprunalega ræktaðir sem vígahundar og eru alls ekki fyrir hvern sem er, en þó nokkuð vinsælir hjá glæpagengjum sem er hræðilegt. Þó hann drepi flest fólk gerir það ekki að ástæðu til þess að banna heila tegund.. heldur fylgjast með eigendum slíkra hunda í stað þess að banna þá. Bílar drepa mjög marga í heiminum á ári, hví eru þeir ekki bannaðir þá líka? Viltu ekki bara banna allt sem getur drepið og er hættulegt litlum skríðandi óvitum? Held það tæki heila öld en það má reyna :)

Pétur (IP-tala skráð) 18.5.2011 kl. 10:42

14 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það eru nokkrir skríðandi óvitar drepnir árlega af hundum.

Sumar tegundir eru þar hættulegri en aðrar, stundum eingöngu af stærðarmismun.

Samfélagið þarf á ökutækjum að halda, ekki hættulegum hundum.

Viggó Jörgensson, 18.5.2011 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband