Hjartanlega er mér sama.

Við sem eigum eðlileg og lögleg erindi heima og erlendis.

Okkur gæti ekki verið meira sama hvort einhverjar vídeóvélar eru í gangi. 

Inni í verslunum, úti á götu, í flugstöðvum, fyrirtækjum og stofnunum. 

Eða hvort einhver er að skoða kortayfirlit úr bankanum, bókasafninu eða bensínstöðinni.  

Aumingja fólkið sem þarf að sitja yfir þessu. 

Þeir sem eru ekki með hreinan skjöld eru hins vegar með böggum hildar.

Persónuverndaræðið er löngu komið á það stig að þjóna glæpamönnum best.

Eftirskrift:  

Ef einhver er að hlera hjá mér símann get ég bara sagt honum strax, að í kvöldmatinn ætla ég að hafa signa ýsu með súru smérji sem ég fann neðst í ísskápnum. 

En engan eftirrétt.  Hann Steingrímur minn segir að nú verði allir að gæta aðhalds nema auðvitað Össur sem verður að þeytast um jarðarkringluna út af þjóðarhag.

Steingrímur nefndi ekki hvort Össur væri að sinna einhverjum þjóðþrifamálum eða hvort þjóðarhagurinn fælist í að Össur væri sem minnst hérna heima.  

Þú þarna sem liggur á hleri. Skráðu svo líka niður að tengdó kemur í mat. 

 

      


mbl.is Hljómar eins og lýsingar á Stasi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Viggó, þetta er nú einmitt vandamálið! Það úir og grúir af eftirlitsmyndavélum hins opinbera/stóra bróður og flestir láta sér vel lynda - almannahagsmunir og allt það.

En ef þú ætlar setja upp eina slíka heima hjá þér þá ertu að brjóta gróflega á persónuverndarrétti þjófapakksins sem ásælist eigur þínar.

Mikið væri nú gott ef kerfið væri sjálfu sér samkvæmt...

Kolbrún Hilmars, 5.5.2011 kl. 14:28

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það eru ólög að engu hafandi. 

Stjórnarskráin skenkir þér friðhelgi á heimili þínu.

Þú mátt setja þar upp allar þær myndavélar sem þér sýnist.

Almenn lög, reglugerðir eða stjórnvaldsfyrirmæli um annað eru ógild frá upphafi.  

Viggó Jörgensson, 5.5.2011 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband