Vopna þarf göngufólk á Strandir.

Við megum engan við svo ömurlegri landkynningu að ísbjörn éti hér ferðafólk.

Á Svalbarða leigir ferðafólk riffla. 

Hérlendis þarf að vopna ferðafólk er hyggur á ísbjarnarslóðir. 


mbl.is Fólk var á hvítabjarnarslóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Ég tel mikilvægara að vopna fólk sem fer um Hornstrandir og Austurstrandir heldur en það fólk sem er á ferðinni á Ströndum. Oftast sjást ummerki eftir hvítabirni á Hornströndum en síst á Ströndum þótt þeir gætu allt eins komið þar eins og á Skaga og í Þistilfirði.

corvus corax, 5.5.2011 kl. 07:10

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já þakka þér, þú hefur örugglega betra vit á þessu en ég.

Ég er að nota Strandir sem heildarheiti yfir allar þessar strandir

Ég skammast mín að hafa aldrei komið á ísbjarnarslóðir.      

Viggó Jörgensson, 5.5.2011 kl. 12:24

3 identicon

Almennur vopnaburður er ólöglegur á Íslandi.

Hólmfríður (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 19:12

4 identicon

Það er haglabyssa í neiðarskýlinu þar sem þessi hvítabjörn var á vappi. Ég hef séð þessi dýr í návígi og þau eru ekki eitthvað sem þú villt kynnast óvarinn.

Már (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 22:31

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Við erum nú Halldóra að tala um að fara að lögum eins og venjulega.

Á Svalbarða er skilyrði að viðkomandi hafi byssuleyfi.

Af sjálfu leiðir að leiðsögumenn um þessar slóðir afli sér þá byssuleyfis o. s. frv.

Einnig kemur til greina að breyta lögum þannig að sýslumaður geti gefið út takmarkað bráðabirgðaleyfi eftir örnámskeið.

Fullfrískt fullorðið fólk getur alveg skotið t. d. úr haglabyssu þó að hún lemji mann svolítið í öxlina.

Viggó Jörgensson, 6.5.2011 kl. 00:02

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þú segir fréttirnar Már.

Eru þá ísbjarnarskot s. k. slug sem fylgja með?

Veistu hvort léttari byssa væri heppilegri og þá hvaða gerð?

Viggó Jörgensson, 6.5.2011 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband