3.5.2011 | 09:25
Engum treystandi í þessum heimshluta.
Það er gott að Bandaríkjamenn hafa loks áttað sig á stöðu sinni.
Þeir geta engum treyst í Írak, Afganistan eða Pakistan.
Enga gengur hernaður þeirra ekkert að gangi á þessum svæðum.
Hefðu þeir trúað yfirvöldum í Pakistan fyrir áætlunum sínum hefði Ósóminn sloppið eins og fyrr.
Leitin að bin Laden | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
það er nú búið að vera almenn vitneskja þeirra sem hafa kynnt sér málefnin í afganistan og pakistan, að ISI, pakistanska leiniþjónustan sér um að fela flest hryðjuverkasamtök á landamærum landanna. þessir blessuðu fjölmiðlar okkar á vesturlöndum hafa bara ekki fjallað um það að neinu ráði. svo hefur því líka verið fleygt fram að Bandaríkjaher vilji ekki að sú vitneskja komi fram. enda eru ástæður veru nato hersins í afganistan mjög á huldu fyrir almenningi á vesturlöndum.
en svo þú áttir þig betur á stöðu bandaríkjanna í írak og afganistan....og þú þarft ekki nema að lesa vestrænu fjölmiðlana til að sjá það sama og ég ætla að segja þér hérna. STAÐA BANDARÍKJANNA Í ÍRAK OG AFGANISTAN ER SVONA SLÆM ÚT AF ÞVÍ AÐ ÞEIR EIGA SVO ERFITT MEÐ AÐ VINNA MEÐ STJÓRNVÖLDUM LANDANNA. ÞEIR VILJA EKKI HLUSTA Á FÓLKIÐ Í LÖNDUNUM. ÞEIR VAÐA Á DRULLUGUM SKÓNUM UM LANDIÐ OG REGLULEGA DREPA ALMENNA BORGARA Í EINHVERJU ÆVINTÝRINU VIÐ AÐ NÁ EINHVERJUM HRYÐJUVERKAMANNINUM.
el-Toro, 3.5.2011 kl. 11:52
el-Toro.
Ég hef lengi vitað að Bandaríkjamenn telja sig aldrei þurfa ráð annara þjóða.
Þeir eru náttúrlega alveg bráðótaktískir.
Þeir skilja ekki með nokkru móti að vera þeirra ein
er ögrun á vissum svæðum.
Þannig hefði örugglega verið betra að fá Arababandalagið til að sjá um uppbyggingu í Írak.
Kaninnn hefði getað stutt uppbygginguna með fjárframlögum en þeir áttu ekki að láta sjá sig.
Og ef þeir hefðu þurft að senda einhvern þangað, áttu það að vera kanar af arabískum uppruna
og að sjálfsögðu múslimar.
Ef ég skil það rétt þá var Osama Bin Laden einmitt alveg brjálaður í upphafi út af herstöðvum
kanans í hinum heilögu borgum múslima í Saudi Arabíu.
Og ég skil hann vel þó að ég samþykki ekki ofbeldið sem hann beitti.
Viggó Jörgensson, 3.5.2011 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.