Árásir ísbjarna eru yfirleitt banvænar.

Síðast í fyrrasumar réðst ísbjörn til inngöngu í tjald tveggja norðmanna á Svalbarða. Reif annan út úr tjaldinu og slasaði hann þó að félagi hans héldi uppi skothríð á björninn. Eftir 5 riffilskot drapst björninn og þarf ekki að ræða hinn kostinn nánar. Ísbirnir eru óútreiknanlegir og ráðast yfirleitt á bráð sína úr launsátri. Þeir finna lykt úr mílu fjarlægð og hafa haukfrána sjón. Á hlaupum ná þeir 40 kílómetra hraða á klukkustund. Þeir geta rotað nautgrip í einu höggi. Þeir ná að synda að minnsta kosti 10 kílómetra í einu. Ísbirnir eru snöggir og hafa mikinn stökkkraft. Læðist þeir að sel á ís, hremma þeir hann með framfótunum og bíta hann nær samstundis til bana. Ísbirnir hafa drepið 4 í Kanada og Alaska síðastliðinn 50 ár. Þar af 3 inn í heimabæjum viðkomandi. Árið 1990 fór ungt par út á göngu í heimabæ sínum í Alaska. Á piltinn réðst ísbjörn, beit höfuðið af manninum á augabragði og byrjaði þegar að éta hann. Á Svalbarða drap ísbjörn tvo menn og slasaði þann þriðja árið 1995. Ísbirnir hafa drepið 5 manns á Svalbarða s. l. 40 ár. Nokkrir hafa bjargað lífi sínu með því að skjóta ísbjörn þar. Þar er samt bannað að skjóta ísbirni nema líf liggi við. Þar sjálfsagt að ferðamenn leigi sér riffil. Einnig eru menn þar með neyðarskot til að fæla burt nærgöngula ísbirni. Stundum tekst að hrekja ísbirni á brott með öskrum eða hávaða. Berja saman pottum eða slíku. Ekkert nema byssuskot dugar þó á banhungraðan ísbjörn í árásarhug. Sé ísbjörninn ekki dauður af skotsárum sínum mega menn búast við að hann noti síðustu krafta sína til að stökkva á þá þegar þeir koma nær. Á Íslandi hefur ísbjörn mest drepið 8 manns, í einu, árið 1321. Að ísbirnir séu hér í lausagöngu er fullkomin firra. Komnir hingað frá Grænlandi eru þeir að sjálfsögðu svangir og þá eru þeir hættulegastir. En auðvitað eru þeir voða sætir á mynd. Það er alls ekki fyrir viðkvæma en hér geta menn sjálfir séð hvernig ferðamaður var útleikinn eftir árás ísbjarnar á manninn þar sem hann svaf í tjaldi sínu. Þetta var mikill kappi og náði hann sjálfur að skjóta björninn. http://www.snopes.com/photos/gruesome/polarbear.asp
mbl.is Ísbjörninn til Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband