2.5.2011 | 20:36
Daglegt yfirflug - eru til peningar í það?
Þegar Landhelgisgæslan hefur ekki peninga til að hafa skip sín á miðunum.
Þarf að leigja skip úr landi til að þurfa ekki að segja upp starfsfólki.
Þá telur þessi stjórnarþingmaður að til séu peningar í sérstakt ísbjarnaeftirlit.
Ekki er annað hægt en að fallast á að það væri æskilegt að reglulega væri flogið yfir ákveðna staði á vestfjörðum og norðurlandi til ísbjarnaeftirlits.
Á þeim árstíma sem helst er von á ísbjörnum og ferðafólk á sömu slóðum.
En að það séu til peningar til þess, eða annars konar, eftirlits eru fréttir.
Löggæslan hefur sömuleiðis verið skorin niður við trog og meira stendur til.
Hvar hefur þingmaðurinn haldið sig?
Vill aukið eftirlit með ísbjörnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:38 | Facebook
Athugasemdir
Löggan sagði í fréttum í kvöld að ísbjörnin gæti synt yfir Ísafjarðardjúp og droppað upp í Bolungarvík eða Hnífsdal. Jú jú þeir geta nú synt ansi langt. En Íslendingar eiga nú margir byssur og eru nú ekki alveg ósjálfbjarga í eigin landi eða hvað?
En þetta er víst orðin raunveruleg vá sem verður að taka með í reikninginn og setjast yfir og ræða.
Ég var á Hornströndum þarn um þetta leiti sem Ólína tilgreinir. Ég held að menn verði bara að taka byssur með sér í svona túra.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 2.5.2011 kl. 21:02
Já ég er sammála þér Þorsteinn.
Að ekki sé nú talað um skipulagðar ferðir í atvinnuskyni.
Á sólarströndum hefur maður séð daglegar þyrluferðir þar sem litið er eftir hákörlum.
Hérlendis er ekki alltaf veður til slíkra eftirlitsferða.
Ísbjörn er alveg skelfilega hættuleg skepna.
Á hlaupum nær hann 40 kílómetra hraða á klukkustund. Getur rotað nautgrip í einu höggi.
Vopnlaus maður á engan möguleika á að ráða við glorhungraðan ísbjörn í návígi.
Viggó Jörgensson, 2.5.2011 kl. 22:14
Þetta er frétt úr Pressunni frá því í fyrra:
Stærðarinnar ísbjörn hugðist gæða sér á tveimur norskum karlmönnum á Svalbarða á dögunum.
Mennirnir voru í mikilli ævintýraferð og átti sér einskis ills von þegar björninn reif upp tjaldið og reif annan þeirra út.
Maðurinn stórslasaðist.
Félagi mannsins var snöggur að hugsa og þreif riffil sem þeir höfðu tekið með sér.
Það þurfti fimm skot til að deyða dýrið sem var mjög grimmt.
Viggó Jörgensson, 2.5.2011 kl. 23:27
Samála við verðum að fara læra að búa við svona skepnur en ekki bara drepa þær hvar sem til þeirra næst!
Sigurður Haraldsson, 3.5.2011 kl. 00:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.