Flott sjónvarpsefni.

Því verður ekki neitað að brúðkaupið var frábært sjónvarpsefni.

Búningar, hestvagnar, bílar, flugvélar, skraut og hattar í stórkostlegri litadýrð.

Kostnaðinn vill maður helst ekki vita. 

Hinn hámenntaði Guðfræðingur erkibiskupinn af Kantaraborg flutti alveg konunglega ræðu. 

Eitt af þemunum var að fólk skyldi ekki reyna að endurbæta, eða endurvinna, maka sinn.  

Árangurinn væri í öfugu hlutfalli við erfiðið. 

Nema jú að ástardúfan tæki fljótt burt flugið af slíku heimili, ef hún þá staldraði við.  

Þetta þekkjum við úr hjónabandi Sókratesar og ekkert hefur fólk lært.

Það eru þó nokkur ár síðan frú Xanþippa hætti að steyta görn, en ég hef fyrir satt af víða vaði hún elginn, endurholdguð.   

Eitthvað nefndi hr. erkibiskupinn trúnað í hjónabandinu og horfði niður til frú Elísabetar er þar horfði í gaupnir sér með bersynduga yfir og allt um kring.   


mbl.is Milljónir Bandaríkjamanna fylgdust með brúðkaupinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband